Beint í efni

Laust starf: Lögfræðingur

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir laust til umsóknar starfs lögfræðings á miðlægri skrifstofu þjóðgarðsins.

5. janúar 2021

Hjá Vatnajökulsþjóðgarði starfar samheldinn hópur starfsmanna með fjölbreytta reynslu, sem sinnir margvíslegum verkefnum tengdum náttúruvernd og þjónustu við gesti þjóðgarðsins. Að staðaldri eru tæplega 30 manns við starf hjá þjóðgarðinum en yfir sumartímann fer starfsmannafjöldi yfir 100. Meginstarfsstöðvar eru í Ásbyrgi, Mývatnssveit, Skriðuklaustri/Fellabæ, Höfn í Hornafirði, Skaftafelli og Kirkjubæjarklaustri auk miðlægrar skrifstofu á Urriðaholti í Garðabæ. Krafturinn á bak við þjóðgarðinn liggur ekki einungis í einstakri náttúru, heldur einnig í kröftugu og ánægðu starfsfólki.

Lögfræðingur

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir laust til umsóknar starfs lögfræðings á miðlægri skrifstofu þjóðgarðsins. Leitað er að drífandi einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni sem unnin eru þvert á starfsstöðvar þjóðgarðsins.

Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra þjóðgarðsins og er auglýst sem starf án staðsetningar.

NÁNAR HÉR