Lögfræðingur

Lögfræðingur

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings á miðlægri skrifstofu þjóðgarðsins. Leitað er að drífandi einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni sem unnin eru þvert á starfsstöðvar þjóðgarðsins.

Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra þjóðgarðsins og er auglýst sem starf án staðsetningar.

Helstu verkefni og ábyrgð

- Vinna með framkvæmdastjóra að ýmsum lögfræðilegum úrlausnarefnum á starfsviði þjóðgarðsins

- Umsjón með gerð og eftirfylgni vegna samninga á vegum þjóðgarðsins, m.a. um atvinnustarfsemi

- Umsjón með lögfræðilegum þáttum ýmissa verkefna á vegum þjóðgarðsins, s.s. vegna skipulags- og byggingarmála, stærri innkaupa og útboða á framkvæmdum

- Aðkoma að stefnumótandi verkefnum þjóðgarðsins, s.s. gerð og endurskoðun á stjórnunar- og verndaráætlun

- Samstarf við umhverfis- og auðlindaráðuneytið vegna reglugerða, gjaldskrár o.fl.

- Ráðgjöf við stjórnendur og starfsmenn þjóðgarðsins á grundvelli þeirra laga, reglugerða og reglna sem snerta starfsemina.

Hæfnikröfur

- Fullnaðarnám í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi

- Þekking og reynsla af umhverfisrétti og auðlindamálum

- Þekking og reynsla af skipulags- og byggingarlöggjöf

- Þekking og reynsla af stjórnsýslurétti og opinberri stjórnsýslu

- Þekking og reynsla af starfsmanna- og vinnurétti

- Góð hæfni í mannlegum samskiptum

- Frumkvæði, skipulagshæfileikar og drifkraftur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 18.01.2021

Nánari upplýsingar veita

Magnús Guðmundsson - magnus.gudmundsson@vjp.is - 575 8400
Ragnheiður Björgvinsdóttir - ragnheidur.bjorgvinsdottir@vjp.is - 575 8400