Beint í efni

Fræðsludagskrá sumar 2020

Fræðsludagskrá Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir sumarið 2020 er komin út.

5. júní 2020

Fræðsla um náttúru, vernd, sögu og menningarminjar er eitt af meginmarkmiðum Vatnajökulsþjóðgarðs. Yfir sumartímann er því boðið upp á sérstakar fræðsludagskrá um allan þjóðgarðinn. Landverðir leiða göngur með fjölbreyttum þemum eins og Hvernig stækkar Ísland?, Eldur og ís eða Hörfandi jöklar. Viðburðir eins og landvarðarleikar, gönguhelgar, brennur eða kaffi á alþjóðadegi landvarða eru einnig í boði.

Skipulagðar barnastundir eru einnig í Snæfellsstofu, Ásbyrgi, Skaftafelli, Gömlubúð og Skaftárstofu.

Við hvetjum alla gesti til að kynna sér dagskrána og taka þátt í fræðslugöngum og viðburðum sumarsins.

Allir velkomnir!

FRÆÐSLUDAGSKRÁ 2020