Fræðsludagskrá sumarsins

Fræðsla

Fræðsla um náttúru, náttúruvernd, sögu og menningarminjar er eitt af meginmarkmiðum Vatnajökulsþjóðgarðs. Yfir sumartímann er boðið upp á sérstakar fræðslugöngur útfrá starfsstöðvum. Landverðir leiða göngurnar og fjalla um náttúru og sögu svæða en göngurnar eru flestar innan við klukkstund og eru gestum að kostnaðarlausu . Skipulagðar barnastundir eru einnig í Snæfellsstofu og Ásbyrgi. Nánari upplýsinga má finna hér fyrir neðan og undir hverju svæði fyrir sig en hægt er að nálgast PDF skjal til að vista í símanum hér: Fræðsludagskrá VJÞ 2019 PDF.

 

 

 Fræðsluganga með Kára landverði um Herðubreiðarlindir

Gestastofur 

Gestastofur Vatnajökulsþjóðgarðs eru staðsettar í alfaraleið í kringum þjóðgarðinn og þar má nálgast allar helstu upplýsingar, kort og bæklinga hjá staðkunnugu starfsfólki.  Á gestastofunum eru einnig sýningar sem fjalla ýmist um jarðfræði, gróður, dýralíf, sögu eða menningarminjar svæða ásamt minjagripaverslunum.

 

Fræðsludagskrá 2019