Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Viðauki við stjórnunar- og verndaráætlun: Herðubreið

Unnið er að gerð viðauka fyrir Herðubreið. Það sem um ræðir eru þau svæði sem bættust við Vatnajökulsþjóðgarð 2019: Herðubreið, Herðubreiðarlindir og hluti Ódáðahrauns.

Vinnuferli við mótun viðaukans

Upphaflega var lagt til að vinna samhliða stjórnunar- og verndaráætlun fyrir annars vegar Austurafrétt Bárðdæla og hins vegar Herðubreið því bæði svæðin eru á rekstrarsvæði norður hálendis. Því nær verkefnislýsing yfir bæði svæðin. Þegar vinna hófst við gagnaöflun og samtöl kom í ljóst að betur lá við að vinna viðaukana fyrir hvort svæði fyrir sig. Ekki þótti þörf á að uppfæra verkefnislýsingu enda kemur þar eingöngu fram lýsing á verkefninu sem enn á við á báðum svæðum.

Svæði afmarkað með gulum línum: Svæði sem bættust við Vatnajökulsþjóðgarð 2019 (Herðubreið, Herðubreiðarlindir og hluti Ódáðahrauns). Svæði afmarkað með fjólubláum línum: Svæði sem bættist við Vatnajökulsþjóðgarð 2021 (Austurafrétt Bárðdæla, hluti þjóðlendu innan Þingeyjarsveitar austan Skjálfandafljóts).