Ungi landvörðurinn
Ungi landvörðurinn er fræðsluefni fyrir börn og ungmenni sem vilja kynnast Vatnajökulsþjóðgarði og náttúruvernd betur. Efnið er tengt gestastofunum, barnastundum í fræðsludagskrá landvarða en einnig notað í hópastarfi og skólaheimsóknum.

Við eigum Vatnajökulsþjóðgarð öll saman. Þjóðgarðurinn er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna fyrir einstaka náttúru og fólk ferðast alls staðar að úr heiminum til að skoða hann.
Ungi landvörðurinn - ferðalag um Vatnajökulsþjóðgarð
Velkomin í Vatnajökulsþjóðgarð í þessu hefti lærum við og leikum á ferðalagi um garðinn. Hægt er að hlaða heftinu niður hér eða fá það í næstu gestastofu þjóðgarðsins. Heftið er hluti af því að verða ungur landvörður en til þess þarf að leysa þraut í eða við gestastofu, taka þátt í barnastund eða fara í fræðslugöngu.