Beint í efni

Merki

Hér má nálgast merki Vatnajökulsþjóðgarðs í nokkrum útgáfum

Notkun merkis

Útgáfa merkis sem er með svart letur og blátt myndmerki skal einungis nota á hvítum grunni eða með litnum Vikur. Í öðrum tilvikum skal nota einlita merki.

Í þeim tilvikum sem merki er notað ofan á ljósmynd skal nota hvíta útgáfu þess. Passa þarf að ljósmyndin trufli ekki læsi merkis og að flötur undir merki sé nægilega dökkur.

Merki þjóðgarðsins var hannað af Eddu V. Sigurðardóttur árið 2008 og gaf þjóðgarðinum eftirminnilega og sterka ásýnd frá upphafi. Merkið var svo endurteiknað af Snorra Eldjárn Snorrasyni árið 2022.