Beint í efni

Veiði & nytjar

Upplýsingar til veiðimanna

Búfjárbeit

Búfjárbeit er einungis heimil á svæðum þar sem hefðbundin landnýting er leyfð og skal hún vera sjálfbær. Miða skal við mat á beitilandi skv. reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu nr. 10/2008. Komi í ljós að beit sé ósjálfbær og valdi hnignun gróðurs getur stjórn þjóðgarðsins farið fram á að beit verði hætt eða hún takmörkuð á viðkomandi svæði.

Ber, sveppir, fléttur, grös og egg

Þjóðgarðurinn mun setja og kynna skýrar reglur um veiðar, berja-, grasa-, eggja-, fléttu- og sveppatínslu að höfðu samráði við hagsmunaaðila, rétthafa og landeigendur á svæðinu. Athugið að nokkrar jurtir sem vaxa í íslenskri náttúru eru fágætar og friðaðar og óleyfilegt er að skerða þær.