
Snæfell
Tilkomumikið útsýni af hæsta fjalli utan jökla. Gönguleiðin er krefjandi og er stikuð frá bílastæði rétt innan við Snæfellsskála allt þar til jöklinum er náð.
Göngutími fer eftir aðstæðum en er á bilinu 4 til 7 klukkustundir. Víða á gönguleiðinni er undirlag laust í sér. Mikilvægt er að göngufólk sé búið hlýjum fötum enda oft kalt á toppnum. Æskilegt er að hafa með sér göngustafi og brodda og nauðsynlegt er að hafa staðsetningartæki meðferðis þar sem efsti hluti leiðarinnar getur verið hulinn þoku. Látið landverði í Snæfellsskála vita af ferðum ykkar.
Tengdar gönguleiðir

Snæfell - Þjófadalir
Lagt er upp frá Snæfellsskála eða ekið suður að Langahnjúk og gengið upp með Þjófadalsánni um Þjófadali milli Snæfells og Þjófahnjúka.

Snæfellshringurinn
Þetta er góð dagleg. Oftast er lagt upp frá Snæfellsskála og gengið um Þjófadali milli Þjófahnjúka og Snæfells.