Lakagígar: Blágil og Hrossatungur
Rúmlega 10 km sunnan við Laka er tjaldsvæði og skáli í Blágiljum og sér Skaftárstofa um bókanir í skálann ([email protected]).
Verðskrá: Skálagisting og tjaldsvæði
Opnunartímar
Skálinn og tjaldsvæðið í Blágiljum er opinn yfir sumartímann frá opnun vega í júní og fram í september.
Fyrir bókanir utan sumars hafið samband við Skaftárstofu.
Húsið rúmar 16 manns í kojum í einu rými með eldunaraðstöðu. Innangengt er á vatnssalerni og hægt að komast í heita sturtu. Aðeins er boðið upp á svefnpokapláss.
Í Hrossatungum er einnig skáli með hestagerði en þar er hvorki vatnssalerni né sturtuaðstaða.
Nánari upplýsingar má fá í Skaftárstofu.