Beint í efni
K5

Kraftar Kverkfjalla - Gestagata

Gestagata með númeruðum stikum sem tengjast fræðslu um jarðfræði Kverkfjalla. Gestagatan liggur frá bílastæðinu um jökulruðninginn framan við sporð Kverkjökuls.

Rýnt verður í ýmis náttúru- og jarðfræði fyrirbæri á leiðinni, og komum við á útsýnisstað þar sem horft er til munna íshellisins sem Volga hefur myndað. Gönguleiðin er um 800 m hringur og er fremur auðveld en þó ber að brýna fyrir fólki að fara varlega og alls ekki fara inn í íshellinn vegna hættu á hruni og eitruðum lofttegundum. Íshellar eru í eðli sínu óstöðugir og síbreytilegir.

Fræðsla