Beint í efni

Hjólaleið um Jökulsárgljúfur

Hjólaleið liggur eftir endilögum Jökulsárgljúfrum, frá Dettifossi allt norður í Ásbyrgi. Leiðin liggur að mestu eftir göngustígakerfi þjóðgarðsins en næst Ásbyrgi hefur verið lögð sér hjólaleið. Brýnt er fyrir hjólafólki að stilla hraða ávallt í hóf og víkja fyrir göngufólki þegar þess er þörf. Fyrirhugað er að endurskoða og fjölga hjólaleiðum í Vatnajökulsþjóðgarði á komandi misserum.

Vegalengd
32 km
Áætlaður tími
3-4 klst
Hækkun
150 m

Sérstök athygli er vakin á því að umferð um Hljóðakletta er samkvæmt stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs einungis heimil gangandi umferð. Jafnframt er brýnt fyrir hjólafólki að stilla hraða ávallt í hóf og víkja fyrir göngufólki þegar þess er þörf. Á það ekki síst við þegar hjólað er í gegnum Hólmatungur.
Athygli er einnig vakin á því að á köflum geta leiðirnar verið óhentugar fyrir reiðhjól og því mögulega nauðsynlegt að teyma þau í gegnum þá kafla. Jafnframt er bent á að lega hjólaleiða kann að breytast í náinni framtíð.

Nánari upplýsingar um hjólaleiðina