Beint í efni
Jökulsárgljúfur, Áshöfði, gönguleið
Á6

Áshöfðahringur (yfir höfðann)

Áshöfðinn er skógiklæddur höfði austan við Ásbyrgi. Gönguleiðin býður upp á fjölbreytta náttúruupplifun. Fuglalíf er fjölbreytt í vötnum, votlendi, mó og kjarri og gengið er um fjölbreytt landslagi, um gil og gljúfur, framhjá tjörnum og jökulám. Gönguleiðin hefst við Gljúfrastofu í Ásbyrgi.

Vegalengd
7 km
Áætlaður tími
2-3 klst
Erfiðleikastig
Krefjandi
Hækkun
x m
Tegund
Hringleið
Upphafsstaður
Við Gljúfrastofu

Þessi gönguleið samsvarar leið Á5 að mestu leyti. Byrjað er á sama stað, gengið að Ástjörn, framhjá sumarbúðum og austur fyrir Áshöfðann. En stuttu áður en komið er að útsýnisstað við Jökulsá er beygt við gatnamót til vesturs og farinn leið sem liggur yfir Áshöfðann. Frá vesturbrún höfðans er fallegt útsýni yfir Ás og Ásbyrgi og norður á sandana sem Jökulsáin hefur mótað, óbeisluð á fyrri öldum en heft með varnargörðum í dag. Þegar yfir höfðann er komið liggur leiðin til baka sömu leið og komið var.

Tengdar gönguleiðir

Á5
Jökulsárgljúfur, ertur,býfluga

Áshöfðahringur (í kringum höfðann)

7,5 km hringleið
2-3 klst
Krefjandi

Áshöfðinn er skógiklæddur höfði austan við Ásbyrgi. Gönguleiðin býður upp á fjölbreytta náttúruupplifun. Fuglalíf er fjölbreytt í vötnum, votlendi, mó og kjarri og gengið er um fjölbreytt landslagi, um gil og gljúfur, framhjá tjörnum og jökulám.

Kortabæklingur Jökulsárgljúfra og kort af Ásbyrgi