Beint í efni

Eldgjá og Langisjór

Næsti skáli, smáhýsi og tjaldsvæði frá Eldgjá er við Hólaskjól og er það rekið er af Icetrek ehf. ([email protected]). Þar er bæði hægt að gista í almennri skálagistingu og í smáhýsum. Í smáhýsum er rafmagn, vatnssalerni en heit sturta er á tjaldsvæðinu. Í skálanum er rafmagn, vatnssalerni, eldhús og sturta. Tjaldsvæðið er rúmgott með salerni og sturtu. Á svæðinu er búð sem selur kaffi, gos, sælgæti, þurrvörur og vörur með geymsluþoli.

Við suðurenda Langasjávar er lítið tjaldsvæði á vikri, stutt er í vatnssalerni og rennandi vatn er á svæðinu. Nánari upplýsingar eru hjá landvörðum á svæðinu og hjá Skaftárstofu ([email protected]). Á eyrinni er veiðihús sem hægt er að leigja út hjá Icetrek ehf. [email protected]

Frá Sveinstindi að Hólaskjóli liggur vinsæl tveggja til þriggja daga gönguleið. Á henni eru tveir litlir gangnamannakofar sem gerðir hafa verið upp af Ferðafélaginu Útivist. Annar er neðan Sveinstinds við Skaftá - tjaldsvæðið sem áður var við skálann er nú komið á kaf í jökulleir og er gestum því bent á tjaldsvæði þjóðgarðsins við suðurenda Langasjávar. Hinn skálinn er við Skælinga og er þar einnig ágætis tjaldsvæði. Ferðafélagið Útivist sér um útleigu á þessum skálum ([email protected])

Frekari upplýsingar um gistingu í Vestur-Skaftafellssýslu má finna á www.klaustur.is