Hlutverk svæðisráða

Hér verða settar inn upplýsingar um hlutverk svæðisráða.

Markmið og helstu verkefni:

  • Að vera þjóðgarðsverði og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs til ráðgjafar um málefni þjóðgarðsins á viðkomandi rekstrarsvæði.
  • Að hafa yfirumsjón með gerð tillögu að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir viðkomandi svæði.
  • Að samþykkja tillögu að rekstraráætlun fyrir viðkomandi rekstrarsvæði innan þess fjárhagsramma sem því er ætlaður hverju sinni samkvæmt ákvörðun stjórnar.
  • Að gera tillögu að ráðningu þjóðgarðsvarða á viðkomandi rekstrarsvæði.
  • Svæðisráðsfulltrúi eru bundnir af lögum, reglum og samþykktum Vatnajökulsþjóðgarðs sem og sannfæringu sinni.
  • Að öðru leyti gilda siðareglur Vatnajökulsþjóðgarðs um störf svæðisráðsfulltrúa

Í starfinu verði markmið samkvæmt lögum um Vatnajökulsþjóðgarð ávallt höfð að leiðarljósi

Til að framtíðarsýn Vatnajökulsþjóðgarðs verði að veruleika eru sett þrjú meginmarkmið í starfi þjóðgarðsins. Þau eru eftirfarandi:

  • Að vernda, viðhalda og þróa ... Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs leitast við, með stefnu sinni, ákvörðunum og í framkvæmd, að tryggja verndun náttúru og menningarminja og viðhald gæða og sérstöðu Vatnajökulsþjóðgarðs.
  • Að upplifa ... Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs leitast við, með stefnu sinni, ákvörðunum og í framkvæmd, að tryggja að það sé einstök upplifun að heimsækja og dvelja í Vatnajökulsþjóðgarði, sem gestur, sem starfsmaður eða vísindamaður og að heimamenn telji það til aukinna gæða að búa í þjóðgarðinum eða á áhrifasvæði hans.
  • Að skapa ... Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs leitast við, með stefnu sinni, ákvörðunum og í framkvæmd, að ýta undir að gæði og sérstaða þjóðgarðsins sé nýtt til frekari eflingar atvinnu og búsetu á svæðinu, til nýsköpunar í atvinnulífi, til listsköpunar og miðlunar á menningu svæðisins.

Samþykkt á fundi stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs 23. mars 2020