Stefna Vatnajökulsþjóðgarðs

Þjóðgarðurinn okkar - Leiðandi í sjálfbærni

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs samþykkti á fundi sínum 22. mars 2021 nýja stefnu fyrir þjóðgarðinn.  Stefnan var kynnt í beinu streymi síðasta dag vetrar, 21. apríl, 2021.  

 

Mikið uppbyggingastarf hefur átt sér stað í Vatnajökulsþjóðgarði á undanförnum árum. Mikilvægt er að þróa starfsemina áfram með markvissum hætti. Ákveðið var undir lok árs 2020 að skerpa kúrsinn, móta skýra stefnu og varða leiðina til næstu ára.

Ný stefna Vatnajökulsþjóðgarðs var unnin með aðstoð KPMG á Íslandi og komu að vinnunni stjórn, svæðisráð og starfsfólk þjóðgarðsins.

Með stefnunni er skerpt á þeim metnaði sem einkennir starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs er snýr  að verndun einstakrar náttúru, mótaðri af samspili elds og íss, og menningarminja. 

Vatnajökulsþjóðgarður leggur mikla áherslu á að gera einstaklingum, samfélögum og komandi kynslóðum kost á að njóta náttúru, menningar og sögu svæðisins sér til heilsubótar, aukinnar lífshamingju og hagsældar.   

Meginmarkmið í stefnunni eru verndun, upplifun, sköpun og stjórnun.

Við hvert markmið eru skilgreindar vörður til að ná settum markmiðum og eins eru skilgreindir mælikvarðar til að leggja mat á árangurinn. Alls er um 25 lykilvörður að ræða, verkefni sem vinna á fram til ársins 2025.

Stefnan verður endurskoðun reglulega og eru ábendingar vel þegnar. Hægt er að koma ábendingum á framfæri með því að senda tölvupóst á netfangið info@vjp.is