Beint í efni

Stefna Vatnajökulsþjóðgarðs

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs samþykkti árið 2021 fyrstu útgáfu á stefnu fyrir þjóðgarðinn og gildir hún til 2025.

Þjóðgarðurinn okkar – leiðandi í sjálfbærni

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs samþykkti á fundi sínum 22. mars 2021 nýja stefnu fyrir þjóðgarðinn. Með stefnunni er skerpt á þeim metnaði sem einkennir starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs er snýr  að verndun einstakrar náttúru, mótaðri af samspili elds og íss, og menningarminja. 

Hægt er að kynna sér heildarstefnuna í pdf skjali, en hér er dregið saman á textaformi helstu lykilatriði úr henni.

Stefna: Leiðandi í sjálfbærni

Metnaður okkar snýr að verndun einstakrar náttúru og menningarminja, mótuð af samspili elds og íss. Við gerum einstaklingum, samfélögum og komandi kynslóðum kost á að njóta náttúru, menningar og sögu svæðisins sér til heilsubótar, aukinnar lífshamingju og hagsældar.

Áherslur

Verndun

Skýr landnýtingar- og verndaráætlun

  • Aðgengilegt skipulag um verndun og nýtingu unnið í samstarfi við hagsmunaaðila
  • Aðgengi á forsendum sjálfbærni og svæðaskiptingar (e. zoning) í samræmi við hefðir og almannarétt

Upplifun

Gestristni og fræðsla

  • Þjónusta ýti undir jákvæða heildarupplifun gesta
  • Öflug og aðgengileg fræðsla um þær auðlindir sem gera þjóðgarðinn að sérstæðum verðmætum

Sköpun

Sjálfbær ferðamennska

  • Styðja atvinnulífið til nýsköpunar og sjálfbærrar nýtingar
  • Skýrt verklag og markmið mótuð í samvinnu við lykil hagsmunaaðila

Undirstöður

Stjórnun

Áhrifarík upplýsingamiðlun

  • Áhrifaríkt kynningarstarf á starfsemi og sérstöðu svo sem Heimsminjaskrá UNESCO
  • Frumkvæði og virk í umræðu

Fyrirmyndar rekstur

  • Rekstur og fjármál í jafnvægi og stuðningur við sjálfbærni
  • Öflug liðsheild

Traustar rannsóknir

  • Traustir samstarfsaðilar og aðgengilegar upplýsingar
  • Hagnýting rannsókna við stjórnun

Verndun

Innan Vatnajökulsþjóðgarðs eru mikilvæg búsvæði fjölda lífvera og þar eru sjaldgæfar plöntu- og fuglategundir sem þurfa sérstaka vernd

Verndun: Áhersla

  • Skýr landnýtingar- og verndaráætlun.
  • Verndun náttúru og minja er eitt af meginhlutverkum Vatnajökulsþjóðgarðs.
  • Skýr áætlun þar sem skipulag um nýtingu og verndun er útlistað er undirstaða og forsenda þess að einstaklingar, samfélag og komandi kynslóðir fái notið einstakrar náttúru og menningar um ókomna tíð. Í því skyni er nauðsynlegt að hafa til hliðsjónar hefðir og almannarétt um aðgengi.

Verndun: Markmið

  • Að vernda náttúru og minjar og viðhalda gæðum og sérstöðu þjóðgarðsins samhliða því að veita aðgengi með sjálfbærni að leiðarljósi.
  • Að hafa samráð við hagsmunaaðila um aðgengi og fræðslu og hafa til hliðsjónar hefðir, menningu og almannarétt.
  • Að viðhalda stöðu þjóðgarðsins á Heimsminjaskrá UNESCO.

Verndun: Mat á árangri

Álag innan þolmarka

  • Sjálfbærniviðmið, úttektir og rannsóknir.

Verndun: Lykil vörður

V1: Samráðsferli um landnýtingar- og verndaráætlun

V2: Móta drög að landnýtingar- og verndaráætlun

V3: Forgangsröðuð áætlun um innviðauppbyggingu

V4: Uppfærð Stjórnunar- og verndaráætlun

V5: Sjálfbærniviðmið – álag og þolmörk vegna umferðar

Upplifun

Þjóðgarðurinn geymir einstæðan fróðleik til skilnings á ferlum náttúru, í jarðfræði jafnt sem líffræði. Þetta á einnig við um sögu mannlífs, áhrif náttúruhamfara og hnattrænna loftlagsbreytinga í landi á mörkum hlýrra og kaldra strauma í hafi og andrúmslofti.

Upplifun: Áhersla

Gestrisni, fræðsla og jákvæð upplifun

  • Innan þjóðgarðsins eru margar af helstu náttúruperlum landsins. Árlega sækir því þjóðgarðinn heim mikill fjöldi ferðamanna. Verkefnið er meðal annars að tryggja að þeir fái notið gæðanna án þess að gengið sé á þau.
  • Þjónusta og fræðsla til gesta stuðli að framúrskarandi upplifun þeirra. Einnig er mikilvægt að tryggja góða upplifun á stafrænum miðlum þjóðgarðsins svo sem á vefsíðu og í þjónustugátt.
  • Mikilvægt er að heimamenn telji það til aukinna gæða að búa í nágrenni við þjóðgarðinn.

Upplifun: Markmið

  • Að þjónusta og fræðsla stuðli að framúrskarandi upplifun gesta er sækja þjóðgarðinn heim.
  • Að heimamenn telji það til aukinna gæða að búa í nágrenni við þjóðgarðinn.

Upplifun: Mat á árangri

  • Ánægja gesta, (meðmælastig e. NPS – Net Promoter Score), fyrir helstu staði, gesti og lykil hópa er starfa eða búa í nágrenni við þjóðgarðinn

Upplifun: Lykil vörður

U1: Þjónustustefna mótuð – aukin gæði og samræming

U2: Rannsóknir aðgengilegar á vef

U3: Aðgengilegt, gagnvirkt upplýsingakerfi

U4: Uppfærsla á Þjónustu- og fræðsluáætlun

U5: Samstarf um öryggi og náttúruvá

Sköpun

„Við þurfum að setja verndarsvæði í stórt samhengi til þess að sýna fram á að þau styrki líka atvinnulíf nærsvæða og almenna velferð. Þau séu þannig órjúfanlega samofin arðbæru og öruggu umhverfi.“ – Alþjóðanáttúruverndunarsamtökin International Union for Conservation of Nature (IUCN)

Sköpun: Áhersla

Sjálfbær ferðamennska

  • Hjá Vatnajökulsþjóðgarði er unnið að styrkingu byggðar og atvinnustarfsemi í nágrenni hans, til að mynda með því að hvetja til nýsköpunar og sjálfbærrar nýtingar svæðisins. Þjóðgarðurinn er vettvangur umfangsmikillar atvinnustarfsemi sem er mikilvæg forsenda þess að tilgangi hans verði náð.
  • Vilji er til að vinna með áhugasömum aðilum að jákvæðri þróun þjóðgarðs og eflingu atvinnulífs. Stefnt er að lengri dvalartíma gesta í og við þjóðgarðinn ásamt því að efla menningu, fjölga viðskiptatækifærum og auka efnahagslegan ávinning fyrir samfélagið í heild sinni.

Sköpun: Markmið

  • Að gæta sérstaklega að sjálfbærri þróun og þjónustuupplifun við áfangastaðastjórnun einstakra og fjölsóttra staða.
  • Að vinna með áhugasömum aðilum að jákvæðri þróun þjóðgarðs, lengri dvalartíma gesta, efla menningu, viðskipti og efnahagslegan ávinning fyrir samfélag.

Sköpun: Mat á árangri

  • 40 ma. kr. útgjöld gesta innan þjóðgarðs og nærliggjandi sveitarfélögum árið 2030 – um 5% aukning á ári

Sköpun: Lykil vörður

S1: Þróa áfram atvinnustefnu

S2: Efla stafræna þjónustu

S3: Sameiginleg sjálfbærniviðmið

S4: Framsýn og „græn“ uppbygging

S5: Eftirsóttur samstarfsaðili

Stjórnun

Undirstöður

  • Öflug og samræmd stjórnun, skipulag og menning þarf að styðja við stefnu, áherslur og markmið. Áhrifarík upplýsingamiðlun, fyrirmyndar rekstur og traustar rannsóknir vinna saman að því að allir geti starfað að settu marki.
  • Jafnframt er mikilvægt að vera í góðu samstarfi við aðra áhugasama aðila sem sinna góðu starfi tengt þjóðgarði, svo sem landeigendur, bændur, útivistarfólk, samtök og sveitarfélög.

Skipulag sem styður við árangur

  • Stjórnskipulag þjóðgarðsins mótast að hluta af lögum en þarf einnig að styðja við stefnu og að árangur náist.
  • Þjóðgarðsverðir ásamt starfsfólki sinna tilgreindum svæðum þjóðgarðsins.
  • Miðlægt er samræming og stuðningur, s.s.: fræðsla, rannsóknir, mannauðsmál, fjármál, skipulagsmál, mannvirki, aðrir innviðir, stafræn tækni, leyfismál og samningar, aðföng og upplýsingamiðlun.
  • Með öflugri teymisvinnu svæða og miðlægt er unnið að innleiðingu og markmiðum stefnunnar, það er: verndun, upplifun, sköpun og stjórnun.

Stjórnun: Markmið

  • Að ná framúrskarandi árangri í rekstri með markvissu samstarfi við aðrar stofnanir, sveitarfélög og hagaðila.
  • Að byggja upp öfluga og árangursmiðaða liðsheild sem kappkostar að sýn, áherslur og markmið náist fram í góðri samvinnu við ytri aðila.

Stjórnun: Mat á árangri

  • Jákvæð þróun lykil sjálfbærnimælikvarða
  • Topp 3 í könnun á „Stofnun ársins“

Stjórnun: Lykil vörður

ST1: Öflug verkefnastjórnun við innleiðingu á stefnu

ST2: Sjálfbærni – áhættumat, Heimsmarkmið og stjórnborð

ST3: Fjármál sem styðja við stefnu

ST4: Rannsóknaráætlun, samstarfsaðilar og framkvæmd

ST5: Valdefla hópinn

ST6: Móta lykil áherslur fyrir kynningarstarf

ST7: Upplýsinga- og kynningar áætlun og framkvæmd

ST8: „Græn“ aðföng og ökutæki

ST9: Skilvirkni og samvinna – uppfæra stjórnarhætti eða -verklag

ST10: Efla þekkingu og gæði með formlegu samstarfi við innlenda- og erlenda þjóðgarða

Vegvísir

25 lykil vörður til 2025

Við hvert markmið eru skilgreindar vörður til að ná settum markmiðum og eins eru skilgreindir mælikvarðar til að leggja mat á árangurinn. Alls er um 25 lykilvörður að ræða, verkefni sem vinna á fram til ársins 2025.