Reglur um notkun dróna

 

Þjóðgarðsverðir í Vatnajökulsþjóðgarði beina þeim fyrirmælum til gesta þjóðgarðsins að fljúgi ekki drónum innan marka þjóðgarðsins.  

Stuðst er við 1. mgr. 38. gr. reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð (300/2020) þar sem segir: Afla skal leyfis þjóðgarðsvarðar vegna skipulagðra viðburða og verkefna sem kalla á aðstöðu, mannafla eða meðferð tækja í þjóðgarðinum, svo sem til kvikmyndunar, listviðburða, samkomuhalds og rannsókna. Þá skal afla leyfis þjóðgarðsvarðar til lendingar loftfars og notkun fjarstýrðra loftfara innan Vatnajökulsþjóðgarðs.

Notkun fjarstýrðra loftfara (dróna) innan Vatnajökulsþjóðgarðs er háð leyfi þjóðgarðsyfirvalda. Við mat á umsóknum tekur þjóðgarðsvörður ákvörðun um veitingu leyfis á grundvelli eftirfarandi sjónarmiða:

  1. Verndun dýralífs innan þjóðgarðsins;
  2. öryggi gesta
  3. markmið þjóðgarðsins um gæðaupplifun gesta í þjóðgarðinum.
  4. Mengunarvarnir

Þjóðgarðsverðir geta heimilað notkun fjarstýrðra loftfara sé það tryggt að notkun þeirra fari ekki gegn þeim sjónarmiðum sem nefnd eru hér ofar. Eyðublað fyrir slík leyfi og önnur leyfi sem Vatnajökulsþjóðgarður veitir má finna hér.

Vakin er athygli á því að lögregla og björgunarsveitir þurfa ekki að leita leyfis vegna löggæslu- og björgunarstarfa.