Beint í efni

Leyfi

Ýmis starfsemi innan Vatnajökulsþjóðgarðs krefst leyfis eins og rannsóknir, kvikmynda- og auglýsingagerð og notkun flygilda eða dróna.

Samstarf Vatnajökulsþjóðgarðs við vísindasamfélagið er bæði lögbundið og afar verðmætt. Unnið er að fjölþættum rannsóknum í síkvikri náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs ár hvert. Þjóðgarðurinn er einnig fjölsóttur vettvangur fyrir kvikmynda- og auglýsingatökur og notkun ferðafólks á flygildum er sífellt vinsælli.

Markmið með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs samkvæmt 2. gr. laga um þjóðgarðinn er að:

  • Vernda náttúru svæðisins, svo sem landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar.
  • Gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru og sögu svæðisins.
  • Stuðla að rannsóknum á svæðinu, fræða um það og ýta undir aukinn skilning almennings á gæðum og sérstöðu svæðisins.
  • Leitast við að styrkja byggð og atvinnustarfsemi í nágrenni þjóðgarðsins, m.a. með því að hvetja til sjálfbærrar nýtingar gæða svæðisins.

Framangreind markmið eru leiðarljós í öllu starfi þjóðgarðsins og stefnumótun, þ.á m. þegar gerðir eru samningar um atvinnutengda starfsemi í þjóðgarðinum. Frumskilyrði er ávallt að starfsemin samræmist þessum markmiðum.

Verklagsreglur: Tilgangur verklagsreglnanna er að upplýsa umsækjanda um þær kröfur sem gerðar eru til umsókna og umsóknargagna og hvaða kröfur þarf að uppfylla til að leyfi fáist útgefið. Þá er tilgangur verklagsreglnanna jafnframt að kynna fyrir umsækjanda hvaða verklag er viðhaft við móttöku og meðferð umsókna innan stjórnsýslu Vatnajökulsþjóðgarðs.

Hagnýtar upplýsingar áður en sótt er um leyfi

Sækja um leyfi

Hægt er að sækja um ýmiskonar leyfi í gegnum þjónustugátt Vatnajökulsþjóðgarðs.

  • Flygildaleyfi (drónaleyfi) í afþreyingarskyni
  • Rannsóknarleyfi
  • Kvikmynda- og auglýsingaleyfi í atvinnuskyni
  • Viðburðahald
  • Lendingar mannaðra loftfara

Verðskrá Vatnajökulsþjóðgarðs

Hægt er að kynna sér verðskrá Vatnajökulsþjóðgarðs hér vegna útgáfu leyfa