Reglur um notkun dróna

 

Þjóðgarðsverðir í Vatnajökulsþjóðgarði beina þeim fyrirmælum til gesta þjóðgarðsins að fljúgi ekki drónum innan marka þjóðgarðsins.  

 

Að baki ákvörðunar þjóðgarðsvarða eru þrjár meginástæður:

  1. Vernd náttúru (dýralífs) í þjóðgarðinum.
  2. Öryggi gesta í þjóðgarðinum.
  3. Markmið þjóðgarðsins um gæðaupplifun gesta í þjóðgarðinum.

Stuðst er við 9. grein reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð (608/2008) þar sem segir: „Öllum er skylt að ganga vel um náttúru þjóðgarðsins og menningarminjar og sýna ýtrustu varúð og tillitssemi svo að náttúru, menningarminjum og mannvirkjum þjóðgarðsins verði ekki spillt.“ Og aftur í sömu grein: „Gestum þjóðgarðsins er skylt að hlíta fyrirmælum þjóðgarðsvarða og annarra starfsmanna þjóðgarðsins um umgengni og háttsemi í þjóðgarðinum og kynna sér reglur þær sem gilda í þjóðgarðinum og er að finna á vefsetri garðsins og á starfsstöðvum hans.“

Þjóðgarðsverðir geta veitt leyfi fyrir notkun dróna ef um vísindalegar rannsóknir er að ræða eða sérstök myndatökuverkefni. Skilyrði er að slík verkefni séu í samræmi við markmið þjóðgarðsins. Eyðublað fyrir slík leyfi má finna hér.

Vakin er athygli á því að lögregla og björgunarsveitir þurfa ekki að leita leyfis vegna löggæslu- og björgunarstarfa.