- Svæðin
- Skaftafell
- Jökulsárlón / Hornafjörður
- Jökulsárgljúfur
- Ódáðahraun / Krepputunga
- Snæfell / Lónsöræfi
- Laki / Eldgjá / Langisjór
- Nýidalur / Vonarskarð / Tungnaáröræfi
- Vatnajökull | Hörfandi jöklar
- Skipuleggja heimsókn
- Fræðsla
- Stjórnsýsla
Snæfellsskáli er við Snæfell, þar er gisting fyrir u.þ.b. 45 manns og einnig tjaldsvæði, vatnssalerni og sturtur. Fyrirspurnir og bókanir í síma 842-4367 eða á snaefellsstofa@vjp.is. Upplýsingar um verð þjónustu sem veitt er á vegum þjóðgarðsins eru hér.
Nokkrir fjallaskálar eru í friðlandinu í Lónsöræfum eða jaðri þess. Í Kollumúla er Múlaskáli í eigu Ferðafélags Austur-Skaftfellinga (sjá www.gonguferdir.is). Þar er einnig Múlakot, íverustaður landvarða Vatnajökulsþjóðgarðs. Við Eskifell er skáli í einkaeigu. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs rekur skála við Kollumúlavatn og annan við Geldingafell (sjá www.fljotsdalsherad.is/ferdafelag ). Einnig er skáli við Leirás (Ferðafélag Djúpavogs). Vatnsklósett og sturta eru í Kollumúla og þurrklósett við Eskifell.