Tjaldsvæði

Skematískt kort af tjaldsvæði í SkaftafelliTjaldsvæðið í Skaftafelli er opið allt árið. Ekið er inn á tjaldsvæðið að vestanverðu (sjá kort).

Tjaldverðir hafa aðstöðu við innkeyrsluhlið að vestanverðu yfir sumartímann en í gestastofu yfir vetrartímann. Þar er opið sem hér segir:

Maí: 8:00-23:00
Júní - Ágúst: 7:30-23:00
September: 8:00-23:00

Lokað er fyrir umferð inn á tjaldsvæðið á öðrum tímum.

Athugið að vegna hættu á frostskemmdum er ekki hægt að setja vatn á allt tjaldsvæðið fyrr en um miðjan maí að öllu jöfnu. Aðeins C flöt er opin yfir vetrartímann til þess að koma í veg fyrir skemmdir á öðrum flötum.

Vakin er athygli á því að hvorki er hægt að leigja tjöld né annan búnað.

Sími í Skaftafellsstofu: 470 8300
Vaktsími tjaldvarða: 842 4371
netfang: skaftafell@vjp.is

Verðskrá Vatnajökulsþjóðgarðs

Í Skaftafelli eru stæði fyrir um 400 tjöld. Ekki er hægt að taka frá stæði en það er nægt rými fyrir alla sem vilja koma.

Sérstök flöt er ætluð fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi. Þar eru tenglar fyrir rafmagn.

Salernisaðstaða er við Skaftafellsstofu og í tveimur þjónustuhúsum á tjaldsvæðinu. Þar eru líka sturtur. Nota þarf sérstök þjónustukort í sturturnar og fást þau í sjálfsafgreiðslu fyrir utan Skaftafellsstofu. Sjálfsalinn er opinn allan sólarhringinn. Nota þarf greiðslukort með PIN-númeri.

Þvottavél og þurrkari er í þvottarými í Landvarðahúsi, skrifstofubyggingunni næst Skaftafellsstofu. Þjónustukortin gilda fyrir bæði.

Enginn sérstök eldunaraðstaða er fyrir gesti tjaldsvæðis. Þó eru vaskar undir skyggni við Skaftafellsstofu sem og grill sem gestir mega nota.

Gott 3G samband er á tjaldsvæðinu. Opið þráðlaust internet er í gestastofu (Vodafone-HotSpot).

 

Gestir á tjaldsvæðinu í Skaftafelli eru beðnir um að hafa eftirfarandi í huga:

  • Sýnum öðrum gestum þjóðgarðsins fyllstu kurteisi og tillitssemi í hvívetna. Njótum fuglasöngs og kyrrðar náttúrunnar og spillum þenni ekki með háværum tónlistarflutningi eða háreystum. Gætum hófs þegar áfengi er haft um hönd.

  • Næturfriður skal ríkja á tjaldsvæðum þjóðgarðsins frá kl. 23:30 til 07:00.

  • Óheimilt er að afla eldiviðar innan marka þjóðgarðsins. Gæta skal þess að skapa hvorki eldhættu né valda gróðurskemmdum með ógætilegri meðferð kolagrilla, gasgrilla eða annarra eldunartækja. Forðast skal að spilla gróðri með því að hella niður heitu vatni eða óhreinu.

  • Gæludýr eru leyfileg á tjaldsvæðum þjóðgarðsins séu þau í tryggri vörslu umráðamanna sinna. Hundar skulu ávallt vera í bandi. Gæta skal þess að gæludýr valdi ekki truflun á lífríki þjóðgarðsins eða valdi gestum ónæði.

  • Ávallt skal ganga snyrtilega um tjaldsvæðið og nágrenni þess. Sorp og annan úrgang skal setja í þar til gerð ílát og flokka ef þess gefst kostur (sorpflokkunarstöð er við Skaftafellsstofu). Flöskur og dósir með skilagjaldi má setja í þar til gerð búr en ágóði af þeim rennur til Björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum.