Beint í efni
Jökulsárgljúfur, Hólmatungur,

Hólmatungur

Í Hólmatungum fara saman miklar andstæður, ótal lækir og lindir renna þar út í beljandi, aurugt stórfljótið. Í skjóli hamra og kletta þrífst fjölbreytt samspil gróðurs og dýralífs. Frá bílastæði við Ytra-Þórunnarfjall er gott aðgengi fyrir alla og gott útsýni. Merktar gönguleiðir ligga um Hólmatungur og þar er einnig tenging við gönguleiðir frá Dettifossi í suðri og Ásbyrgi og Hljóðaklettum úr norðri.

Salerni
Bílastæði
Næturgisting óheimil

Í Hólmatungum er Réttarfoss, nyrsti og neðsti foss Jökulsár á Fjöllum. Fossinn lætur kannski ekki eins mikið yfir sér og félagar hans í suðrinu en ógnarkraftur jökulsár fær því meira að kom fram í iðuköstum Katlanna, þar sem Jökulsá á Fjöllum rennur í þröngum farvegi. Réttarfoss átti sér nágranna í Vígabjargsfossi en á fyrri hluta 20. aldar færði áin sig vestar og rennur nú bara einstöku sinnum í yfirfalli um Vígabjörg.

Fræðsla

Gönguleiðir í Hólmatungum

H1
Jökulsárgljúfur, Hólmatungur, Hólmárfoss,

Hringur í Hólmatungum

4,5 km hringleið
1,5-2 klst
Auðveld

Frá bílastæði er gengið niður í Hólmatungurnar þar til komið er að brú yfir lítinn læk. Þar er beygt í norður og gengið vestari leiðin í Hólmtungum meðfram Hólmá, lindá með ótal hólmum og hvannastóði við bakka, að Hólmárfossum. Á leiðinni til baka er austari leiðin gengin suður, meðfram Jökulsá og til baka á bílastæðið. Á þessum hring er hægt að bæta við viðkomu í Kötlum, sjá leið H2.

H2
Jökulsárgljúfur, Hólmatungur, Katlar

Katlar

2 km fram og til baka
0,5-1 klst
Krefjandi

Katlar heita þröngur farvegur Jökulsár. Þar geysist áin fram í ógurlegum iðuköstum og eins nafnið gefur til kynna þá er eins sjóði á mörgum kötlum í einu, svo mikill er hamagangurinn. Andstæðan við tærar og hófsamar bergvatnslindirnar og gróna bakka þeirra getur vart verið meiri. Frá bílastæðinu er farið niður í Hólmatungur, yfir göngubrú og áleiðis að Jökulsá þar til beygt er til hægri við gatnamót niður að Kötlum. Sama leið er farin tilbaka.

L1, L2, L3

Ásbyrgi - Dettifoss

32 km ein leið
2 dagar
Krefjandi leið

Milli Ásbyrgis og Dettifoss liggur um 32 km gönguleið eftir Jökulsárgljúfrum. Fjölbreytileiki landslagsins er einstakur og andstæður í umhverfinu fanga augað við hvert fótspor: hrikaleg gljúfur, kyrrlátar tjarnir, tærar lindir, úfin jökulsá, gróskumikill skógur og grýttur melur.
Það þarf að ætla sér tvo daga í gönguna og þá er miðað við náttstað í Vesturdal. Einungis er leyft að tjalda á tjaldsvæði í Vesturdal og við Dettifoss.

Áfangastaðir