Gönguleiðir í Jökulsárgljúfrum

Jökulsárgljúfur eru tilvalin fyrir gönguferðir, enda verða þau ekki skoðuð að gagni nema með því að leggja land undir fót. Merktar hafa verið fjölmargar gönguleiðir meðfram gljúfrunum, frá Ásbyrgi og suður að Selfossi. Gönguleiðirnar eru mjög fjölbreyttar og af ýmsum vegalengdum og hvort sem fjölskyldunni langar í létta gönguferð eftir skógarstígum eða bakapokaferðalangnum þyrstir í krefjandi göngudag, þá ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Lykilinn að því er að skoða erfiðleikastuðull gönguleiða og bera hann saman við gönguleiðakort Jökulsárgljúfra.  Á kortinu eru gönguleiðirnar merktar í litum erfiðleikastuðulsins sem og gönguleiðanúmerin sem vísa í gönguleiðalýsingar hér til vinstri. Allar leiðir sem tilteknar eru hér eru stikaðar, nema annað sé tekið fram.

Hafa ber í huga að uppgefnar vegalengdir og göngutími eru til viðmiðunar.

Snemmsumars (í maí og byrjun júní) geta þeir vegir sem liggja að upphafi gönguleiða í Vesturdal, Hólmatungum og við Dettifoss verið ófærir vegna bleytu og aurs. Gestum er bent á að hafa samband við starfsfólk þjóðgarðsins í Gljúfrastofu (s: 470 7100, netfang: asbyrgi@vjp.is) til að fá upplýsingar um ástand vega og göngustíga og opnun þeirra.

Þeim sem ætla að ganga um Hafragilsundirlendi er bent á að þetta er ein af erfiðustu leiðunum í Jökulsárgljúfrum og er alls ekki fyrir lofthrædda eða óvant göngufólk.

Þeir sem stefna á að ganga á milli Ásbyrgis og Dettifoss (tvær dagleiðir) er bent á að kynna sér leiðarlýsingu hér til hliðar. Einnig þeir sem hafa í hyggju að ganga á milli Dettifoss og Kröflu (Mývatns).

Hér finnur þú göngu- og hjólaleiðakort fyrir jökulsárgljúfur