Fréttir

Málþing um akstur á hálendi Íslands

Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarður, Vegagerðin og Lögreglan standa fyrir málþingi um akstur á hálendi Íslands á Hótel Selfossi 26. febrúar næstkomandi kl. 17:00-19:00.
Lesa meira

Sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði

Sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði eru laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 18. febrúar.
Lesa meira

Verðkönnun vegna veitingasölu í Skaftafelli

Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir tilboðum í leigu á aðstöðu og búnaði til reksturs veitingasölu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð í Skaftafelli.
Lesa meira

Útboð innheimtukerfis þjónustugjalda

Innheimtukerfi fyrir þjónustugjöld Vatnajökulsþjóðgarðs er nú í útboðsferli. Um er að ræða upplýsingakerfi, rekstur þess og ýmsa þjónustu er lýtur að innheimtu þjónustugjalda vegna aðgangs gesta að bifreiðastæðum og öðrum gjöldum í Skaftafelli.
Lesa meira

Ársskýrsla Vatnajökulsþjóðgarðs 2017

Út er komin ársskýrsla Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir árið 2017. Í skýrslunni er farið yfir helstu atriði í starfsemi þjóðgarðsins það árið og ýmis tölfræði borin saman við fyrri ár.
Lesa meira

Vinna hafin við gerð tillögu að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Breiðamerkursand

Miðvikudaginn 16. janúar s.l. gerði Vatnajökulsþjóðgarður samninga við þrjár rannsóknarstofnanir á Hornafirði varðandi vinnu og ráðgjöf við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Breiðamerkursand. Ráðgjafahópurinn samanstendur af starfsmönnum Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði, Náttúrustofu Suðausturlands og Nýheima þekkingarseturs. Það sýnir styrk og fjölbreytni í atvinnulífi Hornafjarðar að hafa til staðar fagaðila heima í héraði sem geta tekið að sér verkefni sem þessi.
Lesa meira

Skógræktin og Vatnajökulsþjóðgarður semja um Ásbyrgi

Í dag var undirritaður samningur á milli Skógræktarinnar og Vatnajökulsþjóðgarðs um umsjón Ásbyrgis í Kelduhverfi. Samkvæmt samningnum mun formleg umsjón jarðarinnar allrar og mannvirkja á henni færast frá Skógræktinni til Vatnajökulsþjóðgarðs.
Lesa meira

Ársskýrsla vestursvæðis 2018 og fréttabréf

Ársskýrsla vestursvæðis VJÞ fyrir árið 2018 er komin á vef Vatnajökulsþjóðgarðs.
Lesa meira

Ársskýrsla Jökulsárgljúfra 2018

Ársskýrsla Jökulsárgljúfra fyrir árið 2018 er nú aðgengileg á vef Vatnajökulsþjóðgarðs. Í skýrslunni er stiklað á stóru í starfsemi síðasta árs og jafnframt má þar finna ýmsa tölfræði er varðar fjölda gesta og annað.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?