Fréttir

Opnun fræðslustígs og ljósmyndasýningar við Jökulsárlón

Þann 3. júlí s.l. var fræðslustígur opnaður við Jökulsárlón. Verkefnið var styrkt af vinum Vatnajökuls og var unnið af starfsfólki Vatnajökulsþjóðgarðs ásamt vísindamönnum, bæði hér í heimabyggð og annars staðar frá.
Lesa meira

Vatnajökulsþjóðgarður á heimsminjaskrá UNESCO

Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi heimsminjanefndar UNESCO í Bakú í Aserbaídsjan í dag á grundvelli þess að þjóðgarðurinn hafi að geyma einstakar náttúruminjar. Þar með er staðfest að náttúra þjóðgarðsins og friðlandsins í Lónsöræfum teljist hafa einstakt gildi fyrir mannkynið.
Lesa meira

Vatnajökulsþjóðgarður stækkaður: Herðubreið og Herðubreiðarlindir hluti af þjóðgarðinum

Í dag 29. júní undirritaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, reglugerð sem innleiðir Herðubreiðarfriðland í Vatnajökulsþjóðgarð
Lesa meira

Opinn fundur um Breiðamerkursand

Svæðisráð suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs boðar til kynningar- og hugarflugsfundar um framtíð Breiðamerkursands og Jökulsárlóns í Mánagarði, þriðjudaginn 2. júlí n.k., frá kl. 18-22. Boðið verður upp á súpu og kaffiveitingar á meðan á fundi stendur.
Lesa meira

Bílastæði við Lambhaga lokað

Bílastæði við Lambhaga í Skaftafelli hefur verið lokað. Allri bílaumferð er nú beint að bílastæðum nær þjónustukjarna.
Lesa meira

Framtíð Vatnajökulsþjóðgarðs er björt

Vatnajökulsþjóðgarður er 11 ára gamall og ber þess merki að farið var af stað af mikilli framsýni og bjartsýni þó að um sé að ræða flókinn og umfangsmikinn rekstur hvort heldur stjórnsýslulega, fjárhagslega eða landfræðilega.
Lesa meira

Hr. Mosi

Hr. MOSI er fyndin, skemmtileg og fræðandi teiknimynd, þar sem mosaálfurinn Hr. MOSI sýnir okkur hvernig við - mannfólkið – eigum að breyta hegðun okkar, þannig að við virðum og verndum mosann og annan gróður.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?