Fræðsla um náttúru, náttúruvernd, sögu og menningarminjar er eitt af meginmarkmiðum Vatnajökulsþjóðgarðs. Yfir sumartímann er boðið upp á sérstakar fræðslugöngur, barnastundir og viðburði. Landverðir leiða göngurnar og fjalla um náttúru og sögu svæða en göngurnar eru flestar innan við klukkstund og eru gestum að kostnaðarlausu.

Fræðsludagskrá landvarða
Gljúfrastofa í Ásbyrgi, Jökulsárgljúfur, Vesturdalur, Dettifoss
Gestastofa
Opið alla daga vikunnar frá kl. 9 til 18
Ásbyrgi
Barnastund í Ásbyrgi
Dagsetningar: Alla daga
Fræðslutímabil: 24. júní - 5. ágúst
Klukkan: 11:00
Lengd: ca. 45 mínútur
Upphafsstaður: Þjónustuhús á tjaldsvæði
Lýsing: Fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Leikir og náttúruskoðun með landverði. Hittumst við þjónustuhúsið á tjaldsvæðinu!
Síðdegisrölt - Gengið um Grundir
Dagsetningar: Alla daga
Fræðslutímabil: 24. júní - 5. ágúst
Klukkan: 16:30
Lengd: ca. 1½ klst.
Upphafsstaður: Þjónustuhús á tjaldsvæði
Lýsing: Létt gönguferð um nánasta umhverfi í Ásbyrgi þar sem fjallað er um jarðfræði, gróður og dýralíf.
Vesturdalur
Bergið blakka
Dagsetningar: Alla daga
Fræðslutímabil: 24. júní - 5. ágúst
Klukkan: 14:00
Lengd: 1½ klst.
Upphafsstaður: Bílastæði við Hljóðakletta
Lýsing: Gengið er um Hljóðakletta og vöngum velt yfir landmótun á svæðinu. Rýnt er í forvitnilegar jarðmyndanir, vafna stuðla og býkúpuveðraða kletta og hella.
Dettifoss
Viðvera landvarða
Dagsetningar: Alla daga
Fræðslutímabil: 24. júní - 5. ágúst
Klukkan: Frá ca. 11:30
Upphafsstaður: Dettifoss (vestan megin)
Lýsing: Landvörður verður á svæðinu og veitir upplýsingar og fræðslu
Sérgöngur
19. júní: Dagur hinna viltu blóma - Gróðurinn í Byrginu kl:13:00: ca. 1-2 klst, bílastæðið í Botni Ásbyrgis. Gengið er um innsta svæði Ásbyrgis og gróður skoðaður með áherslu á blóm, lækningamátt og nytjar villtra jurta.
16. júlí: Svínadalsganga kl: 13:00: ca. 3-4 klst, landvarðahús í Vesturdal. Gengið er um Svínadal þar sem búseta, ferðalög og náttúra í dalnum eru umfjöllunarefni.
Askja, Holuhraun og Herðubreiðarlindir
Askja
Hálendiskyrrð og kraftar
Dagsetningar: Alla daga
Fræðslutímabil: 12. júlí - 15. ágúst
Klukkan: 13:00
Lengd: 1-1 ½ klst.
Upphafsstaður: Bílastæði við Vikraborgir (20 mín. akstur frá Drekagili)
Lýsing: Gengið er að Víti (2,3 km) og rýnt í jarðfræði Öskju og Dyngjufjalla, krafta og dulúð - og örlagaríkar heimsóknir manna.
Holuhraun
Land í mótun
Dagsetningar: Alla daga
Fræðslutímabil: 12. júlí - 15. ágúst
Klukkan: 10:00
Lengd: 45 mínútur
Upphafsstaður: Bílastæði við norðurjaðar Holuhrauns (40 mín. akstur frá Drekagili)
Lýsing: Holuhraun (2014-2015) myndaðist í stærsta hraungosi á Íslandi í 230 ár. Fjallað er um rannsóknir á svæðinu og eldvirkninni og megineldstöðvum í kring gerð skil, ásamt sambýlinu og nálægðinni við Bárðarbungu.
Herðubreiðarlindir
Vin í eyðimörkinni
Dagsetningar: Alla daga
Fræðslutímabil: 12. júlí - 15. ágúst
Klukkan: Tímasetning skv. samkomulagi
Lengd: 1 klst.
Upphafsstaður: Þorsteinsskáli
Lýsing: Í aldaraðir hafa Herðubreiðarlindir verið griðastaður lífs mitt í svartri hraunbreiðu Ódáðahrauns. Gengið er um lindirnar gróðursælu og rýnt í hið smáa í náttúrunni sem og öflin sem mynduðu hraunið, lindirnar og Herðubreið.
Sérgöngur:
Knebelsganga: 10. júlí, kl. 13:00, 1-1 ½ klst, Vikraborgir. Knebelsganga er haldin árlega til minningar um Þjóðverjana Knebel og Rudloff sem hurfu við jarðfræðirannsóknir við Öskjuvatn þennan dag árið 1907. Í göngunni er einnig sögð ferðasaga Inu von Grumbkof, unnustu Knebels, sem ferðaðist að Öskjuvatni árið 1908 til þess að vitja unnusta síns.
Alþjóðadagur náttúruverndar: 28. júlí. Mikilvægi og áhrif verndunar endurspeglað í daglegum gönguferðum í Herðubreiðarlindum, við Holuhraun og í Öskju.
Geimfaraganga: 30. júlí, kl. 20:00, Drekagil, 2-3 klst. Kvöldganga í (astro)Nautagil, á svæði sem oft hefur verið líkt við tunglið. Saga geimfaraheimsóknanna er rifjuð upp og margbrotin tengsl svæðisins við stjörnugeiminn dregin fram í tungsljósið.
Alþjóðadagur landvarða: 31. júlí. Landverðir bjóða upp á: Kaffi og spjall í landvarðahúsinu í Drekagili kl. 15-17, fræðslugöngu upp á strýtu við Drekagil kl. 18 (30 mín). Rýnt í fjallahringinn og jarðfræðina.
Skaftafell og Skaftafellstofa
Gestastofa
Opið alla daga vikunnar frá kl. 8 til 20
Skaftafell
Barnastundir
Dagsetningar: Allar helgar á fræðslutímabilinu: 16. júlí – 7. ágúst
Klukkan: 11-11:45
Lengd: 45 mín.
Upphafsstaður: Skaftafellsstofa
Lýsing: Fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Leikir og náttúruskoðun með landverði. Hittumst í Skaftafellsstofu!
Hörfandi jöklar
Dagsetningar: Alla daga
Fræðslutímabil: 15. júní – 16. ágúst
Klukkan: 13:30
Lengd: 1 ½ - 2 klst.
Upphafsstaður: Skaftafellsstofa
Lýsing: Gengið er að Skaftafellsjökli og áhrif jökla á landslagið rædd og hvaða áhrif við höfum á jöklana.
Sambúð manns og náttúru
Dagsetningar: Alla daga
Fræðslutímabil: 15. júní – 16. ágúst
Klukkan: 16:00
Lengd: 2 klst.
Upphafsstaður: Skaftafellsstofa
Lýsing: Menning, saga og samspil manna og náttúrunnar endurspegluð í göngu um menningarminjar í Skaftafelli.
Fræðslutorg
Dagsetningar: Alla daga nema miðvikudaga (engin viðvera þegar eru barnastundir eða sérgöngur, sjá dagskrá).
Fræðslutímabil: 15. júní – 16. ágúst
Upphafsstaður: Skaftafellsstofa
Lýsing: Landvörður veitir upplýsingar við fræðslutorgið fyrir framan Skaftafellsstofu flesta daga.
Sérgöngur & viðburðir
19. júní Dagur hinna villtu blóma: kl. 11:00
12. júlí Alþjóðadagur pappapoka og sjálfbærni: kl. 11:00
9. ágúst Alþjóðadagur frumbyggja og landnám Íslands: kl. 11:00
Verslunarmannahelgin:
- 29. júlí Hamfaraganga kl. 22.00
- 30. júlí ratleikur fyrir alla, stóra sem smáa
- 31. júlí Alþjóðadagur landvarða - Landvarðaleikar
- 31. júlí Brenna og söngur kl. 21.00
Gamlabúð og Jökulsárlón
Gestastofa
Opið alla daga vikunnar frá kl. 9 til 18
Jökulsárlón
Bláa gullið
Dagsetningar: Alla daga
Fræðslutímabil: 15. júní – 16. ágúst
Klukkan: 11:00
Lengd: 30 mín.
Upphafsstaður: Fyrir framan kaffiteríu (kannski fyrir framan gömlu vegagerðisskiltin milli salerna og kaffiteríu)
Lýsing: Sérstaða Jökulsárlóns rædd í göngu um bakka lónsins og rýnt í landslagið og hvernig það breytist þegar jökullinn hörfar. Samspili fólks og náttúru velt upp og því hvernig Breiðamerkursandur hefur farið frá því að vera með fáfarnari stöðum landsins í einn vinsælasta áningarstað ferðafólks á Íslandi.
Snæfellsstofa, Hengifoss & Hálslón
Gestastofa
Opið alla daga vikunnar frá kl. 10 - 17.
Barnastund
Dagsetningar: Alla daga
Fræðslutímabil: frá 22. júní - 14. ágúst
Klukkan: 14:00
Lengd: 45 mín.
Upphafsstaður: Snæfellsstofa
Lýsing: Fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Leikir og náttúruskoðun með landverði. Hittumst í Snæfellsstofu!
Hengifoss
Dropinn holar steininn
Dagsetningar: Alla virka daga í júlí
Fræðslutímabil: Júlí
Klukkan: 10:00
Lengd: 1 klst.
Upphafsstaður: Bílastæði við Hengifoss
Lýsing: Gengið er að Litlanesfossi, sem er um 30m hár og umlukinn stuðlabergsumgjörð, en ofar í gilinu trónir Hengifoss, annar hæsti foss landsins og einn vinsælasti ferðamannastaður Austurlands. Jarðfræði og saga Hengifossárgils verða til umfjöllunar.
Hálslón
Viðvera landvarðar
Dagsetningar: Fimmtudaga og laugardaga
Fræðslutímabil: 16. júlí - 25. ágúst
Klukkan: 12:00 – 16:00
Lýsing: Landvörður veitir upplýsingar og fræðslu til gesta.
Snæfell, Hvannalindir & Kverkfjöll
Snæfell
Náttúra og nýting
Dagsetningar: Alla daga
Fræðslutímabil: 12. júlí - 15. ágúst
Klukkan: 10:00
Lengd: 1 klst.
Upphafsstaður: Snæfellsskáli
Lýsing: Gengið er upp að fossinum Bergskjá þar sem lífríki og jarðfræði svæðisins verða í brennidepli.
Kverkfjöll
Eldur og ís
Dagsetningar: Alla daga
Fræðslutímabil: 12. júlí - 15. ágúst
Klukkan: 10:00
Lengd: 50 mín.
Upphafsstaður: Bílastæði við Kverkjökul (10 mín akstur frá Sigurðarskála)
Lýsing: Öflugt háhitasvæði er að finna í Kverkfjöllum, umlukið jöklum í um 1600-1700 metra hæð. Niðri við jökulsporðinn hefur áin Volga runnið undan jöklinum í aldanna rás og myndað íshelli. Ummerki hörfandi jökulsins eru skoðuð og rýnt í gróft landslagið sem jökullinn hefur rutt undan sér.
Hvannalindir
Griðarstaður í gróðurvin
Dagsetningar: Alla daga
Fræðslutímabil: 12. júlí - 15. ágúst
Klukkan: 13:00
Lengd: 1 klst.
Upphafsstaður: Bílastæði við Kreppuhrygg.
Lýsing: Hálendisvinin í Hvannalindum hefur löngum veitt viðkvæmu plöntu- og dýralíf skjól, mitt í hrjóstugu landsvæði Krepputungu. Gestir fræðast um lífsbaráttuna á þessum afskekkta stað og rústir útilegumanna frá 18. öld.
Sérgöngur:
Alþjóðadagur landvarða: 31. júlí - Gengið verður frá Snæfellsskála um byggðir útilegumanna í Þjófadölum undir Snæfelli þar sem talið er að útilegumenn hafi látið fyrirberast. Þá verður haldið að mynni dalsins ofan Þóriseyja þaðan sem gott útsýni er yfir Eyjabakka og jökulinn.
Mæting við Snæfellsskála kl. 10.00. Þess má geta að það tekur um eina og hálfa klst. að keyra frá Egilsstöðum í Snæfell. Gangan tekur um fimm klst.
Skaftárstofa Kirkjubæjarklaustri
Gestastofa
Opið alla daga vikunnar frá kl. 9 til 17
Barnastund - Hvernig málaði Kjarval?
Dagsetningar: Alla laugardaga
Fræðslutímabil 14. júlí - 15. ágúst
Klukkan: 11:00
Lengd: ca. 1 klst
Upphafsstaður: Skaftárstofa
Lýsing: Náttúran skoðuð með augum Kjarvals, unnið með liti og myndir.
Húsin í bænum
Dagsetningar: Alla þriðjudaga
Fræðslutímabil 14. júlí - 15. ágúst
Klukkan: 13:00
Lengd: 1 klst
Upphafsstaður: Skaftárstofa
Lýsing: Gengið er um Kirkjubæjarklaustur og húsin í bænum skoðuð og hvernig þau tengjast sögu staðarins og sögu byggðar.
Gengið um slóðir Kjarvals og Erró
Dagsetningar: Alla fimmtudaga
Fræðslutímabil 14. júlí - 15. ágúst
Klukkan: 13:00
Lengd: 1 klst.
Upphafsstaður: Skaftárstofa
Lýsing: Gengið um slóðir Kjarvals og Erró og velt upp áhrifum náttúru á líf þeirra og verk.
Margt býr í hólunum
Dagsetningar: Alla laugardaga
Fræðslutímabil 14. júlí - 15. ágúst
Klukkan: 13:00
Lengd: 3 klst.
Upphafsstaður: Skaftárstofa
Lýsing: Genginn er hringur í Landbrotshólum og hólarnir og nýtingarmöguleika þeirra skoðaðir.
Sérgöngur:
19. júní Dagur hinna viltu blóma
20. júlí Þorláksmessa á sumri: Gengið um Kirkjubæjarklaustur og tenging Þorláks helga við staðinn rædd.
31. júlí Alþjóðadagur landvarða - Málað í hrauninu: Gengið og málað í Landbrotshólum
Hrauneyjar, Eldgjá og Lakagígar
Upplýsingamiðstöð
Opið alla daga vikunnar frá kl. 9 til 17
Eldgjá
Hvernig stækkar Ísland?
Dagsetningar: Alla daga
Fræðslutímabil 14. júlí - 15. ágúst
Klukkan: 13:00
Lengd: 1 klst.
Upphafsstaður: Bílastæðið í Eldgjá
Lýsing: Gengið er frá bílastæðinu við Eldgjá og eftir botni Eldgjárinnar áleiðis að Ófærufossi.
Lakagígar
Fegurð og hörmungar, áhrif Skaftárelda
Dagsetningar: Alla daga
Fræðslutímabil 14. júlí - 15. ágúst
Klukkan: 13:00
Lengd: 1 klst.
Upphafsstaður: Bílastæðið í Laka.
Lýsing: Gengið upp á fjallið Laka og sagt frá sögu Skaftárelda.
Um fræðslu landvarða
Landvarðafélag Íslands hefur sett saman fjölbreytt myndbönd um störf landvarða og fjallar myndbandið hér fyrir neðan sérstaklega um fræðslu og er tekið upp við Öskju.