Beint í efni

Yfirlýsing frá stjórn Norrænu heimsminjasamtakanna

Stjórn Norrænu heimsminjasamtakanna fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og krefst þess að innrásinni, þjáningum manna og manntjóni verði hætt tafarlaust. UNESCO er Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Frá upphafi hefur stofnunin reynt að stuðla að friði með alþjóðlegu samstarfi á sviði menntunar, vísinda og menningar.

15. mars 2022

UNESCO leitast við að hvetja til auðkenningar, verndunar og varðveislu menningar- og náttúruarfleifðar um allan heim sem talinn er hafa einstakt gildi fyrir mannkynið. Þetta kemur fram í alþjóðlegum sáttmála, Heimsminjasamning um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heimsins, samþykktur af UNESCO árið 1972.
Rússar fullgiltu Heimsminjasamninginn árið 1988 og með því hafa Rússar heitið því að standa vörð um staði sem hafa ótvírætt alþjóðlegt gildi í Rússlandi og víðar.
Sem stendur eru sjö heimsminjar í Úkraínu:

1. Kyiv: Saint-Sophia dómkirkjan og tengdar klausturbyggingar, Kyiv-Pechersk Lavra
2. L'viv – Sögufræg miðborg
3. Struve boginn (Geodetic Arc)
4. Fornir beykiskógar frá frumöld í Karpatafjöllum og öðrum svæðum Evrópu
5. Húsnæði Bukovinian og Dalmatian borgara í bænum Chernivtsi
6. Forna borgin Tauric Chersonese
7. Tserkvas (kirkjur) úr tré á Karpatasvæðinu í Póllandi og Úkraínu

Struve boginn (Geodetic Arch) er gott dæmi um friðsamlegt, þverþjóðlegt samstarf 10 landa; Úkraínu, Rússlands, Hvíta-Rússlands, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Eistlands, Litháen, Lettlands og lýðveldisins Moldavíu.
Norræna heimsminjasamtökin harma manntjón og eyðileggingu í Úkraínu. Við óttumst að átökin muni valda óbætanlegu tjóni á heimsminjum Úkraínu. Stjórn Norræna heimsminjasamtakanna krefst þess að innrásinni verði hætt tafarlaust og heiðrar fagfólkið sem vinnur að því að standa vörð um heimsminjar Úkraínu.

Yfirlýsingin hér að ofan er þýðing á þessari frétt á vef Norrænu heimsminjastamtakanna:
Statement from the board of directors of the Nordic World Heritage Association.

https://www.unesco.org/en/articles/unescos-statement-recent-developments-ukraine
http://whc.unesco.org/en/news/2412/