Beint í efni

Verðkönnun: Ræsting á húseignum Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi

Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir tilboðum í ræstingar á húseignum þjóðgarðsins í Ásbyrgi.

10. janúar 2022

Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir tilboðum í ræstingar á húseignum þjóðgarðsins í Ásbyrgi. Verkefnið felst í að ræsta og hreingera salernisrými á þremur verkstöðvum: í Gljúfrastofu, á tjaldsvæði og við Botnstjörn. Um er að ræða tímabilið frá 1. júní til 30. september 2022. Tilboðsfrestur er til klukkan 16:00 11. febrúar 2022. Einstaklingar jafnt sem lögaðilar eru hvattir til að bjóða í verkið.

Verkkaupi leggur til áhöld til ræstinga, moppur, þvegla og efni til ræstinga. Verktaki sér um þvott á moppum og þveglum og annast áfyllingu hreinlætisvara.

Ítarlegri gögn er varða verkefnið (tilboðslýsingu) og frekari upplýsingar veitir Guðmundur Ögmundsson. Hafa má samband í síma 842 4360 og/eða senda tölvupóst á netfangið [email protected]

Vatnajökulsþjóðgarður hefur skipulagt eftirfarandi tímasetningar fyrir tilboðsferlið (dagsetningar geta breyst):

 • Kynningarfundur / Vettvangsskoðun: samkvæmt samkomulagi
 • Lokadagsetning fyrirspurna og athugasemda frá bjóðendum: 7. febrúar 2022
 • Svarfrestur fyrirspurna: Þrír virkir dagar
 • Tilboðsfrestur: 11. febrúar 2022 kl.: 16:00
 • Opnun tilboða: 14. febrúar 2022 kl. 11:00
 • Mat tilboða – áætlað: fjórir virkir dagar
 • Val tilboðs og tilkynning um val tilboðs – áætlað: Að loknu mati tilboða
 • Biðtíma lokið - áætlað : á ekki við
 • Samningsgerð – áætlað: Vika 10 (21. – 25. febrúar 2022)
 • Samningstími: Eitt sumartímabil (1), með framlengingarheimild þrisvar sinnum 1 tímabil.
 • Gildistími tilboðs / frestur til að taka tilboði: 18. febrúar 2022 kl. 12:00

Nánari verkefnislýsing:

Verkefnið felur í sér ræstingu salernisrýma á þremur stöðvum innan Ásbyrgis, þ.e. í gestastofunni Gljúfrastofu, í tveimur snyrtihúsum á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi og í tveimur snyrtihúsum við bílastæði hjá Botnstjörn. Auk þess áfyllingu á salernispappír, handsápu og spritti. Öll rýmin skal þrífa einu sinni á dag.

Gljúfrastofa

Á efri hæð í Gljúfrastofu eru þrjú stök salernisrými, þar af eitt fyrir hreyfihamlaða. Í hverju rými er eitt salerni, ein handlaug og einn spegill. Samanlagður gólfflötur (flísar) er um 8,5 m2.

Í kjallara eru tvö salernisrými; eitt fyrir karla og annað fyrir konur. Gólfflötur (dúkur) hjá körlunum er um 11,5 m2. Þar eru tvö hefðbundin salerni, þrjár þvagskálar, tvær handlaugar og tveir speglar. Gólfflötur (dúkur) hjá konunum er um 9,5 m2. Þar eru fjögur hefðbundin salerni, tvær handlaugar og tveir speglar.

Samtals eru gólffletir í Gljúfrastofu um 29,5 m2. Sömuleiðis eru þar níu hefðbundin salerni, þrjár þvagskálar, sjö handlaugar og þrír speglar. Áhöld og efni til ræstinga eru geymd í ræstikompu á efri hæð og í geymslurými í kjallara.

Tjaldsvæðið í Ásbyrgi

Á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi eru tvö salernishús og kallast þau stóra snyrtihúsið og litla snyrtihúsið. Stóra snyrtihúsinu má skipta í þrjú rými:

 • Í karlarými er gólfflötur (epoxíð) um 33,5 m2 og eru þá meðtalin gólf í sturtuklefum. Þar eru þrjú hefðbundin salerni, þrjár þvagskálar, sex handlaugar og sex speglar. Auk þess fjórir sturtuklefar.
 • Í kvennarými er gólfflötur (epoxíð) um 33,5 m2 og eru þá meðtalin gólf í sturtuklefum. Þar eru fjögur hefðbundin salerni, sex handlaugar og sex speglar. Auk þess fjórir sturtuklefar.
 • Í miðrými er gólfflötur (epoxíð) um 30 m2 og eru þá meðtalin gólf í salernisrými fyrir hreyfihamlaða. Þar er eitt hefðbundið salerni, ein handlaug og einn spegill. Í miðrýminu eru jafnframt tveir stálvaskar innandyra og utandyra tveir stálvaskar og tvö stálborð sem tilheyra þrifum á rýminu. Stálfletir til þrifa eru um 5 m2.

Í litla snyrtihúsinu eru tvö stök salernisrými. Í hvoru rými er eitt salerni, ein handlaug og einn spegill. Samanlagður gólfflötur (dúkur) er um 2,4 m2. Utandyra eru tveir stálvaskar sem tilheyra þrifum á rýminu og plastklædd borðplata, tæplega 1,2 m2.

Samtals eru gólffletir í snyrtihúsunum á tjaldsvæðinu um 100 m2. Sömuleiðis eru þar 10 hefðbundin salerni, þrjár þvagskálar, 13 handlaugar, 13 speglar, þrír stálvaskar og eitt stálborð. Áhöld og efni til ræstinga eru í ræstikompu í miðrými stóra snyrtihússins. Heitt vatn er einungis að finna í stóra snyrtihúsinu.

Bílastæði við Botnstjörn

Við bílastæðið hjá Botnstjörn eru tvö salernishús. Í öðru húsinu eru fjögur stök salernisrými. Í hinu húsinu er eitt salernisrými ætlað hreyfihömluðum. Samtals eru þarna því fimm hefðbundin salerni, fimm handlaugar og fimm speglar. Samanlagður gólfflötur beggja húsa (dúkur) er um 10 m2. Áhöld og efni til ræstinga eru geymd í skáp í öðru húsinu en heitt vatn til þrifa þarf að sækja í Gljúfrastofu eða á stóra snyrtihúsið á tjaldsvæðinu.