Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Verðkönnun: Ræsting á húseignum Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli og við Jökulsárlón

Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir tilboðum í ræstingar á húseignum þjóðgarðsins í Skaftafelli og við Jökulsárlón. Verkefnið felst í að ræsta og hreingera salernisrými með öllu því sem því tilheyrir. Verktaki skal ræsta snyrtingarnar alla daga á tímabilinu frá 1. apríl til 31. október, báðir dagar meðtaldir, svo fremur að veður hamli ekki ferðum til og frá áfangastað. Tilboðsfrestur er til kl. 16:00 7. febrúar 2022. Einstaklingar jafnt sem lögaðilar eru hvattir til að bjóða í verkið.

25. janúar 2022

Verkkaupi leggur til áhöld til ræstinga, moppur, þvegla og efni til ræstinga. Verktaki sér um þvott á moppum og þveglum og annast áfyllingu hreinlætisvara. Verktaki gerir tengilið Vatnajökulsþjóðgarðs á svæðinu viðvart þegar panta þarf rekstrarvörur.

Ítarlegri gögn er varða verkefnið (tilboðslýsingu) og frekari upplýsingar:

Vatnajökulsþjóðgarður hefur skipulagt eftirfarandi tímasetningar fyrir tilboðsferlið (dagsetningar geta breyst):

Kynningarfundur / Vettvangsskoðun: samkvæmt samkomulagi

Lokadagsetning fyrirspurna og athugasemda frá bjóðendum: 3. febrúar 2022

Svarfrestur fyrirspurna: þrír virkir dagar

Tilboðsfrestur: 7. febrúar 2022 kl.: 16:00

Opnun tilboða: 10. febrúar 2022 kl. 11:00

Mat tilboða – áætlað: 5 dagar

Val tilboðs og tilkynning um val tilboðs – áætlað: Að loknu mati tilboða

Biðtíma lokið - áætlað : á ekki við

Samningsgerð – áætlað: Vika 10 (21. – 25. febrúar 2022)

Samningstími: Eitt sumartímabil (1), með framlengingarheimild þrisvar sinnum 1 tímabil.

Gildistími tilboðs / frestur til að taka tilboði: 18. febrúar 2022

Nánari verklýsing:

Verkefnið felur í sér ræstingu salernisrýma þremur stöðum innan starfsstöðvarinnar í Skaftafelli, þ.e. í gestastofunni Skaftafellsstofu, í snyrtihúsi við hlið gestastofu og á salernis- og sturtuhúsi á tjaldsvæði. Að auki felst verkefnið í ræstingu salernis á aðalbílastæði við Jökulsárlón. Auk þess áfyllingu á salernispappír, handsápu og spritti.

Skaftafellsstofa og aðalsnyrtingar

Í Skaftafellsstofu eru þrjú stök salernisrými, þar af eitt fyrir hreyfihamlaða. Í hverju rými eru tvö salerni, tvær handlaug og tveir speglar. Á karlaklósetti eru einnig tvær þvagskálar. Á salerni fyrir hreyfihamlaða er aðeins eitt klósett, ein handlaug og einn spegill. Í öllum rýmum eru rafmagns handþurrkur. Samanlagður gólfflötur (flísar) er um 22,6 m2.

Salernishús við hlið Skaftafellsstofu er tvískipt; í hvorum hluta eru 8 salerni, 8 handlaugar og 2 speglar, en að auki eru tvær þvagskálar karlamegin. Heildar gólfflötur (epoxyborið) er125 m2. Samtals eru gólffletir í Skaftafellsstofu um 188,5m2. Sömuleiðis eru þar 21 hefðbundin salerni, fjórar þvagskálar, 21handlaugar og 9 speglar. Áhöld og efni til ræstinga eru geymd í ræstikompu inni á við aðalsnyrtingar. Lager fyrir ræstikompur almennt eru í sér geymslu í sömu byggingu.

Tjaldsvæðið í Skaftafelli

Á tjaldsvæðinu í Skaftafelli eitt salernishús sem kallast Örninn og annað minna sem kallast Spói. Almennt er aðeins Örninn í notkun og er honum skipt í fimm rými:

  • Í karlarými er gólfflötur (epoxíð) um 30,0 m2 og eru þá meðtalin gólf í snyrtiklefum. Þar eru þrjú hefðbundin salerni, þrjár þvagskálar, fjórar handlaugar og tveir stórir speglar.
  • Í kvennarými er gólfflötur (epoxíð) um 30,0 m2 og eru þá meðtalin gólf í snyrtiklefum. Þar eru fimm hefðbundin salerni, fjórar handlaugar og tveir stórir speglar.
  • Í sturturými er gólfflötur (gróft epoxíð) um 30,0 m2 og eru þá meðtalin gólf í salernisrými fyrir hreyfihamlaða og sturtuklefum. Þar er eitt hefðbundið salerni og ein lítil handlaug. Salerni fyrir hreyfihamlaða er með sturtu, skiptiborði, handlaug og spegli. Hefðbundnir sturtuklefar eru ellefu.
  • Tvö minni rými eru utan á húsinu um 4 m2, þvottahús og salerni fyrir hreyfihamlaða. Inni á salerni er eitt klósett, handlaug og spegill.
  • Í þvottahúsi sem er um 4 m2 er stálborð, þvottavél og þurrkari.

Samtals er gólfflötur til þrifa 120,0 m2. Eins eru samtals ellefu salerni, tíu handlaugar, sex speglar og eitt stálborð. Áhöld og efni til ræstinga eru í ræstikompu sem opnast inn í sturturýmið. Innangengt er í snyrtirými.

Salerni við Jökulsárlón

Við aðalbílastæðið við Jökulsárlón eru þrír salernisgámar. Í þeim eru 3 einingar, þar af ein fyrir heyfihamlaða. Samtals eru þarna því 11 hefðbundin salerni, tvær þvagskálar, 9 handlaugar og 9 speglar. Samanlagður gólfflötur beggja húsa (dúkur) er um 43 m2. Áhöld og efni til ræstinga eru geymd í ræstikompu í einum gámnum.

Ferðir og flutningar á milli verkstöðva

Verktaki þarf að hafa til umráða bifreið eða annað farartæki sem gerir honum kleift að fara á milli verkstöðva. .

Vegalengdir á milli verkstöðva eru sem hér segir:

  • Skaftafellsstofa – Tjaldsvæði: 250 m
  • Skaftafellsstofa – Jökulsárlón: 54 km