Beint í efni

Veiðar á austursvæði - breyting á Stjórnunar- og verndaráætlun

Eftir ítarlega rýni og samráð er unnið að breytingum á Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, varðandi veiðar á austursvæði. Unnið er að málinu skv. 12.gr laga 60/2007 um Vatnajökulsþjóðgarð.

28. mars 2022

Verkefnislýsing hefur verið tekin fyrir af svæðisráði og hlotið samþykkt stjórnar þjóðgarðsins. Samhliða verði hafið þriggja ára vöktunarverkefni í samstarfi við fagstofnanir og félög skotveiðimanna.
Forsendur ákvörðunarinnar má nálgast hér. Sem stendur er unnið að gerð vöktunaráætlunar.

Á vordögum verður birt textatillaga að ákvæðum stjórnunar- og verndaráætlunar og lögð fram til kynningar.