Beint í efni

Vatnajökulsþjóðgarður flytur skrifstofu frá Reykjavík til Garðabæjar

Skrifstofa Vatnajökulsþjóðgarðs á Klapparstíg í Reykjavík var í vikunni sem leið flutt í Garðabæ, nánar tiltekið í húsnæði Náttúrufræðistofnunar Íslands að Urriðaholtsstræti 6-8, 210 Garðabæ.

25. september 2018

Skrifstofa Vatnajökulsþjóðgarðs á Klapparstíg í Reykjavík var í vikunni sem leið flutt í Garðabæ, nánar tiltekið í húsnæði Náttúrufræðistofnunar Íslands að Urriðaholtsstræti 6-8, 210 Garðabæ. Með þessu er þjóðgarðurinn að minnka við sig í húsnæði, en um leið er viðbúið að þjóðgarðurinn muni njóta góðs af nálægðinni við Náttúrufræðistofnun og vonandi verður það einnig gagnkvæmt.

Flutningurinn úr Reykjavík í Garðabæ hefur engin áhrif á skrifstofu þjóðgarðsins í Fellabæ (Egilsstöðum) og skal ítrekað að allir reikningar vegna þjónustu og vörukaupa skulu áfram berast á skrifstofuna að Einhleypingi 1, 700 Egilsstöðum.