Beint í efni

Vatnajökulsþjóðgarður 10 ára!

Þann 7. júní 2008 undirritaði þáverandi ráðherra umhverfismála, Þórunn Sveinbjarnardóttir, reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð. Var þar með stofnað til nýs þjóðgarðs sem náði yfir Vatnajökul allan og stór svæði utan hans.

7. júní 2018

Þann 7. júní 2008 undirritaði þáverandi ráðherra umhverfismála, Þórunn Sveinbjarnardóttir, reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð. Var þar með stofnað til nýs þjóðgarðs sem náði yfir Vatnajökul allan og stór svæði utan hans. Við undirskriftina féllu úr gildi eldri reglugerðir um þjóðgarðana í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum sem báðir urðu hluti af hinum nýja þjóðgarði.

Engin sameiginleg dagskrá verður í tilefni dagsins í dag, enda starfsmenn þjóðgarðsins dreifðir vítt og breitt um landið í þjónustu við gesti og undirbúning starfsstöðva á hálendi. En þegar starfsemin er komin í sínar föstu skorður síðar í sumar munum við fagna með gestum, m.a. í skipulagðri dagskrá landvarða. Nánar um það síðar, en viðburðir eru auglýstir í viðburðadagatali hér á síðunni sem og á Facebook-síðum þjóðgarðsins og einstakra starfsstöðva.