Beint í efni

Unnið er að endurbótum á rafmagni á tjaldsvæðinu í Skaftafelli

Margir eiga æskuminningu um ferðalag innan lands, fjölskyldan lagði land undir fót með tjald og prímus í farteskinu.

30. júní 2020

Batnandi samgöngur og betra úrval af viðlegutækjum hefur skilað sér í breyttri ferðahegðun. Nú eiga margir (eða leigja) ferðabíl, tjaldvagn, hjólhýsi eða fellihýsi og þess vegna hefur ferðatímabilið lengst: í Skaftafelli koma ferðamenn á tjaldsvæðið allt árið um kring en ekki einungis á sumrin eins og áður var. Fyrir tveimur árum var einni tjaldflöt í Skaftafelli skipt upp í reiti og þar eru nýjustu rafmagnstenglarnir, aðrar tjaldflatir hafa ekki verið hólfaðar niður. Um miðjan júní kom í ljós bilun í rafmagnskössum á sumum flötunum í Skaftafelli og í kjölfarið var ákveðið að taka þá kassa úr notkun. Smíði á nýjum rafmagnskössum er langt komin og við hlökkum til að geta sett upp nýja og betri kassa, vonandi um miðjan júlí. Þangað til verður öllum tjaldsvæðisgestum sem vilja nota rafmagn beint á flöt C á miðju tjaldsvæðinu.

Ferðakveðjur, starfsfólk í Skaftafelli