Beint í efni

Þakkir til Guðmundar Inga og Guðlaugur Þór boðinn velkominn

Sáttmáli um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs var birtur sunnudaginn 28. nóvember s.l. Í kjölfarið var skipan ráðherra kynnt hvar breytingar urðu hjá ráðuneyti Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

6. desember 2021
T.v.: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fráfarandi umhverfis- og auðlindaráðherra. T.h.: Guðlaugur Þór Þórðarson, núverandi umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra. Myndir: www.althingi.is

Starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs þakkar fráfarandi umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni kærlega fyrir farsæla samvinnu undanfarin fjögur ár og óskar honum alls hins besta í störfum hans sem nýr félags- og vinnumarkaðsráðherra. Jafnframt bjóðum við Guðlaug Þór Þórðarson nýjan umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra velkominn til starfa með óskum um velfarnað.

Við hjá Vatnajökulsþjóðgarði hlökkum til samstarfsins við Guðlaug Þór enda umhverfis- og loftslagsmál í brennidepli og markmið nýrrar ríkisstjórnar að Ísland verði í fararbroddi í umhverfsmálum á alþjóðavísu.