Beint í efni

Stefán Frímann Jökulsson ráðinn yfirlandvörður á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs

Stefán Frímann Jökulsson hefur verið ráðinn yfirlandvörður á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Staðan er ný staða á austursvæðinu þar sem fyrir starfa þjóðgarðsvörður og aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar.

8. mars 2021

Stefán Frímann Jökulsson hefur verið ráðinn yfirlandvörður á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Staðan er ný staða á austursvæðinu þar sem fyrir starfa þjóðgarðsvörður og aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar.

Stefán hefur áralanga reynslu af landvörslu og hefur síðustu sumur starfað sem yfirlandvörður bæði á austursvæði og hálendi norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs . Hann fékk landvarðaréttindi árið 2012 og hefur starfað með björgunarsveitinni Súlum frá árinu 2013 og hefur lokið fjölda námskeiða á vegum björgunarsveitarinnar auk þess að hafa leiðbeinandaréttindi í Ferðamennsku og rötun. Stefán er nú að leggja lokahönd á doktorsritgerð sína í heimspeki frá Université de Lorraine, Frakklandi en áður lauk hann meistaranámi við sama skóla þar sem hann lagði áherslu á náttúrufagurfræði. Stefán mun hefja störf um miðjan maímánuð.

Vatnajökulsþjóðgarður býður Stefán Frímann velkominn til starfa.