Beint í efni

Skyndilokun við Dettifoss

Mikið leysingavatn er nú á svæðinu við Dettifoss. Vatn er farið að flæða yfir veg 862 áleiðis að fossinum og um Sanddal rennur nú á undir snjónum sem er alla jafna ekki til staðar.

15. apríl 2019

Mikið leysingavatn er nú á svæðinu við Dettifoss. Vatn er farið að flæða yfir veg 862 áleiðis að fossinum og um Sanddal rennur nú á undir snjónum sem er alla jafna ekki til staðar. Við það skapast lífshættulegar aðstæður og því hefur þjóðgarðsvörður, í samráði við Vegagerðina og lögreglu, lokað svæðinu fyrir umferð. Lokunarpósturinn er við gatnamót þjóðvegar 1 og 862, en landvörður stendur þar vaktina og upplýsir ferðamenn um stöðuna.

Óvíst er hversu lengi lokunin varir, en þessar aðstæður komu síðast upp vorið 2016 og þá var lokað í um einn og hálfan sólarhring. Um það má lesa hér: https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/is/utgefid-efni/frettir/opid-a-ny-ad-dettifossi