Beint í efni

Skaflar á Öskjuvatnsvegi - UPPFÆRT

Nokkuð hefur snjóað og skafið inn í Öskju og á Öskjuvatnsvegi F894 ofan Drekagils og er hann þungfær. Því er hann ekki jepplingafær eins og er.

12. ágúst 2019

Nokkuð hefur snjóað og skafið inn í Öskju og á Öskjuvatnsvegi F894 ofan Drekagils og er hann þungfær. Því er hann ekki jepplingafær eins og er. Enn er skafrenningur í Öskju og ekki reiknað með að gangi niður að ráði fyrr en seinnipartinn. Hiti verður áfram í kring um frostmark og því má búast við að vegurinn verði háll þegar hann verður keyrður.

Í Kverkfjöllum hefur lítið snjóað á veg og við Sigurðarskála.

Talsverður snjór er á milli Öskju og Nýjadals en þeir vegir eru í meira en 900 metra hæð yfir sjávarmáli.

Frekari upplýsingar veita landverðir í Öskju 842-4357. Fyrir aðstæður á Sprengisandi hafið samband við landvörð í Nýjadal 842-4377.

Til baka