Beint í efni

Opinber nýsköpun í Vatnajökulsþjóðgarði

Vatnajökulsþjóðgarður innheimtir þjónustugjöld rafrænt í Skaftafelli. Verkefnið fór fyrst af stað í Skaftafelli sem er fjarri þéttbýli og því augljóst að kostnaðarsamt yrði að byggja á lausnum til innheimtu sem kalla á mikinn mannafla á staðnum. Tekjunum er varið til að styrkja helstu innviði þessa fjölsótta ferðamannastaðar Vatnajökulsþjóðgarðs með því til dæmis að viðhalda bílastæðum, leggja göngustíga, efla gæslu og auka öryggi gesta.

21. janúar 2020

Verkefnið hefur nú einnig verið tekið upp í Þjóðgarðinum á Þingvöllum að þessari fyrirmynd.

Frekari upplýsingar um verkefnið veita

Vatnajökulsþjóðgarður: Valbjörn Steingrímsson fjármálastjóri netfang [email protected]

Computer Vision: Ársæll Baldursson framkvæmdastjóri netfang [email protected]