Beint í efni

Ný göngubrú í Eystragili í Skaftafelli

Vikuna 7.-13. ágúst komu í Skaftafell galvaskir sjálfboðaliðar frá Umhverfisstofnun til að skipta um göngubrú í Eystragili í Skaftafellsheiði. Allt gekk tiltölulega vel fyrir sig fyrir utan rigninguna sem hékk yfir alla dagana nema þann síðasta.

22. ágúst 2022

Nýja göngubúin í Eystragili í Skaftafellsheiði. Mynd: Linda Björk Hallgrímsdóttir

Gamla, lúna brúin fékk að fjúka á fyrsta degi, næstu þrír dagar fóru í að mæla fyrir og smíða nýju brúna. Á seinasta degi lék sólin við brúarsmiðina og eftir margra daga erfiðis vinnu sást fram á að verkið myndi klárast. Þá var aðgengi niður að brúnni lagfært með steinþrepum og að lokum voru síðustu spýturnar negldar. Sjálfboðaliðarnir eru svo sannarlega flott vinnuafl og þótt þetta hafi í fyrstu gengið bröslulega fyrir sig vegna mikilla rigninga kláraðist verkið að lokum. Brúin varformlega opnuð aftur föstudaginn 13. ágúst.

Starfsfólk í Skaftafelli er afar þakklátt fyrir að hafa fengið að vinna með svona flottum hóp frá Umhverfisstofun. Vikan sem fór í brúarsmíðina var bæði lærdómsrík og skemmtileg.

Takk kærlega fyrir okkur!

Starfsfólk Skaftafells