Beint í efni

Norskir þjóðgarðar takast á við álíka verkefni og þeir íslensku

Góðir gestir heimsóttu starfsmenn þjóðgarðsins á dögunum þegar starfsfólk frá norskri gestastofu, Nordland National Park Center komu við í Skaftárstofu á Kirkjubæjarklaustri.

3. nóvember 2021
Íslenskir og norskir starfsmenn þjóðgarða í Skaftárstofu á Kirkjubæjarklaustri: Camilla Storjord, Laila Ingvaldsen, Benni Sætermo, Jóna Björk Jónsdóttir, Sigrún Sigurgeirsdóttir, Erla Þórey Ólafsdóttir og Kari Nystad-Rusaanes.

Það er alltaf afar áhugavert og gagnlegt að geta borðið saman bækur sínar við samsvarandi starfsemi utan landssteinanna. Norðmennirnir sögðu frá Nordland National Park Center og íslensku þjóðgarðsstarfsmennirnir miðluðu upplýsingum um Vatnajökulsþjóðgarð, með sérstaka áherslu á vestur- og suðursvæði. Áskoranir eru á margan hátt álíka í báðum löndum. Norðmennirnir voru meðal annars að kynna sér hvernig brugðist væri við þegar áfangastaðir verða allt í einu mjög fjölsóttir og hvaða leiðir væru færar til þess að veita þjónustu án þess að skerða um of töfra náttúrunnar.