Beint í efni

Linda Björk og Stefanía Eir ráðnar aðstoðarmenn þjóðgarðsvarða

Linda Björk Hallgrímsdóttir og Stefanía Eir Vignisdóttir hafa verið ráðnir aðstoðarmenn þjóðgarðsvarða. Linda Björk sem aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli og Stefanía Eir á hálendi norðursvæðis. Alls sóttu 18 manns um hvort starf sem auglýst voru 4. nóvember.

20. desember 2021
Nýir aðstoðarmenn þjóðgarðsvarða: Stefanía Eir (t.v.) og Linda Björk (t.h.).

Linda hefur lokið MSc próf í Umhverfis- og auðlindafræði auk þess að hafa BSc próf í ferðamálafræði. Hún fékk réttindi sem landvörður árið 2001 og hefur starfað sem landvörður hjá Umhverfisstofnun og í Vatnajökulsþjóðgarði. Linda hefur starfað sem sérfræðingur í þjóðgarðinum Snæfellsjökli hjá Umhverfisstofnum frá árinu 2017 og sinnt þar eftirliti og vöktun á svæði auk verkstjórn og fleiri verkefna. Linda hefur víðtæka reynslu af starfsemi þjóðgarða og friðlýstra svæði bæði úr störfum sínum og námi.

Stefanía Eir Vignisdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á hálendi norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. Stefanía hóf fyrst störf hjá Vatnajökulsþjóðgarði sem landvörður sumarið 2009. Síðan þá hefur hún starfað í lengri og skemmri tíma sem landvörður og yfirlandvörður en einnig hefur hún sinnt starfi sérfræðings í margvíslegum verkefnum, nú síðast við undirbúning gestastofu og sýningar í Gíg og Mývatnssveit. Stefanía er með meistarapróf í gagnrýninni fjölmiðlun auk BA gráðu í ritlist.

Vatnajökulsþjóðgarður býður þær hjartanlega velkomnar til starfa.