Beint í efni

Laust starf á skrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs

Laust er til umsóknar fjölbreytt starf á skrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs. Skrifstofa stofnunarinnar er á höfuðborgarsvæðinu og sér um margvíslega miðlæga stjórnsýslu og þjónustu fyrir þjóðgarðinn.

22. ágúst 2018

Laust er til umsóknar fjölbreytt starf á skrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs. Skrifstofa stofnunarinnar er á höfuðborgarsvæðinu og sér um margvíslega miðlæga stjórnsýslu og þjónustu fyrir þjóðgarðinn.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn skrifstofustörf og aðstoð við framkvæmdastjóra m.a. vegna undirbúnings og skipulags funda og móttöku viðskiptavina
- Vinna við flokkun og skráningu skjala og skráning í skjalakerfi stofnunarinnar
- Ýmis samskipti við viðskiptavini, fyrirtæki, stofnanir og ráðuneyti
- Vinna við upplýsingamiðlun, textagerð og skráningu upplýsinga
- Aðstoð við innkaup á vörum og þjónustu
- Önnur tilfallandi störf s.s. vegna mannauðsmála og áætlanagerðar

Hæfnikröfur
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
- Gott vald á íslensku og ensku
- Reynsla af notkun almenns skrifstofuhugbúnaðar og skjalakerfa
- Hæfni og sveigjanleiki í mannlegum samskiptum
- Frumvæði, sjálfstæði og nákvæmni í starfi

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsóknarfrestur er til 10. september næstkomandi og skulu umsóknir greina frá menntun og reynslu og berast Vatnajökulsþjóðgarði fyrir þann tíma. Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um er að ræða 100% starf. Nánari upplýsingar um starfið veitir Valbjörn Steingrímsson fjármálastjóri ([email protected]) eða í síma 575 8407.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 10.09.2018

Umsókn um starfið má finna á Starfatorgi

Nánari upplýsingar veitir
Valbjörn Steingrímsson - [email protected] - 575 8407