Beint í efni

Jólakveðja frá Vatnajökulsþjóðgarði

Vatnajökulsþjóðgarður óskar gestum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

21. desember 2018

Vatnajökulsþjóðgarður óskar gestum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Árið 2018 var tímamótaár í sögu Vatnajökulsþjóðgarðs: Þjóðgarðurinn fagnaði 10 ára afmæli og flutti aðalskrifstofu sína í húsnæði Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ. Nú þegar þjóðgarðurinn hefur slitið barnsskónum taka við spennandi tímar og ögrandi áskoranir, engar þó stærri en baráttan gegn loftslagsbreytingum. Þar þarf samstillt átak allra til að hægja á hopun jökla og fyrirbyggja aðrar neikvæðar afleiðingar loftslagsbreytinga. Væri til dæmis ekki gott ef allir strengdu það nýársheit að minnka kolefnisspor sitt á næsta ári?

Við skiljum þessa hugmynd eftir hér. Gleðileg jól!