Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Jökulsárlón - Átaksverkefni vegna áhrifa Covid 19

Í byrjun sumars 2020 tók gildi nýtt deiliskipulag sem rammar inn framtíðarsýn, stefnu og uppbyggingu við Jökulsárlón í Vatnajökulsþjóðgarði. Samkvæmt deiliskipulaginu er m.a. gert ráð fyrir salernisaðstöðu og bílastæðum neðan við þjóðvevg 1 nánar tiltekið við Eystri- og Vestri- Fellsfjöru ásamt því að aðaluppbyggingasvæðið er flutt um 900 m í austurátt frá Jökulsárlóni.

14. nóvember 2020

Vatnajökulsþjóðgarður hlaut viðbótarfjámögnun vegna ýmissa verkefna sumarið 2020 tengt átaksverkefnum vegna áhrifa Covid 19 en á meðal þeirra verkefna var m.a. framkvæmd bílastæðis í Eystri-Fellsfjöru og er framvæmdum við það að ljúka.

Verkefnið hófst í byrjun september 2020 en það var fyritækið Sólverk ehf sem annaðist heflun, steinefni voru keypt hjá Jökulfelli en það var Malbikun Norðurlands sem sá um að leggja malbik. Notast var við blágrænar lausnir á bílastæðin sjálf og var það Bjarni Hákonar ehf sem annaðist niðurlögn á bílastæðin. Stærð bílastæðis og aðkomuvegar er um 7.000 m² en það eru um 80 bílastæði ásamt 4 rútustæðum og 7 stæði fyrir stærri bifreiðar.

Við hönnun bílastæðis var horft til öryggis notenda og flæðis bílaumferðar ásamt því að nýta svokallaðar „blágrænar lausnir“ en þær fela í sér að mottur unnar úr endurunnu plasti séu notaðar á bílastæðaflötum en motturnar eru fylltar með fínni grús. Notkun á blágrænna lausna er fyrirbyggjandi vegna pollamyndunar ásamt því að stuðla að eðlilegri grunnvatnsstöðu.

Myndir af nýjum bílastæðum úr endurunnu plasti.

Myndir af nýjum bílastæðum úr endurunnu plasti.