Beint í efni

Jákvæð afkoma hjá Vatnajökulsþjóðgarði

Á árinu 2019 gekk starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs vel og náðust flest markmið sem sett voru varðandi verkefni og þjónustu við ferðamenn. Starfið einkenndist af samstöðu starfsmanna þar sem sparnaður og hagsýni var höfð að leiðarljósi en um leið var stöðugt unnið að umbótum og nýsköpun í starfseminni. Árið 2019 var hagfellt fyrir Vatnajökulsþjóðgarðs hvað varðar fjármál og var afkoma ársins jákvæð um 36 milljónir króna. Þessi góði árangur í rekstrinum kemur í kjölfar jákvæðrar niðurstöðu á árinu 2018 en þá var afkoman jákvæð um tæpar 20 milljónir króna.

20. ágúst 2020

Yfirlit um afkomu Vatnajökulsþjóðgarðs á árinu 2019 og samanburður við árið 2018

Framtíðin er björt hjá Vatnajökulsþjóðgarð sem helgast ekki síst af því að hjá þjóðgarðinum starfar öflugur hópur starfsmanna sem hefur einstaka reynslu og þekkingu við að byggja upp og reka einn stærsta þjóðgarð í Evrópu sem er einstakur á heimsvísu.

20. ágúst 2020

Magnús Guðmundsson

framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs