Beint í efni

Framtíðarsýn fyrir Skaftafell

Vatnajökulsþjóðgarður vinnur nú að því að skýra framtíðarsýn fyrir Skaftafell sem lykilþjónustustað á suðursvæði þjóðgarðsins. Haldnir verða fundir með íbúum, ferðaþjónustuaðilum, fræðasamfélagi, útivistarfólki, fagstofnunum, viðbragðsaðilum og sveitarstjórnarfólki, auk starfsfólks og svæðisráðs.

11. nóvember 2020

Ekki er víst að tímasetning funda henti öllum sem vilja taka þátt og þess vegna er jafnframt boðið upp á könnun á vefnum. Þar má líka koma að einhverju sem kann að hafa gleymst. Öllum er frjálst að svara könnuninni og oftar en einu sinni ef á þarf að halda. Svör eru nafnlaus og verða ekki birt en notuð við mótun framtíðarsýnarinnar.

Könnun er lokið