Beint í efni

Ársskýrsla Vatnajökulsþjóðgarðs 2018

Ársskýrsla Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir árið 2018 hefur verið gefin út og má nálgast hana á vefnum

6. desember 2019

Ársskýrsla Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir árið 2018 hefur verið gefin út og má nálgast hana hér

Í ávarpi Magnúsar Guðmundssonar sem var settur framkvæmdarstjóri í júní 2018 kemur fram að árið 2018 hafi verið viðburðaríkt hjá Vatnajökulsþjóðgarði en tekist var á við tímabundinn mótvind vegna frávika í rekstri og var á miðju ári birt úttekt sem var unnin að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins þar sem fram komu ýmsar ábendingar um það sem betur mætti fara. Þegar á árinu 2018 voru stigin mikilvæg skref við að bæta reksturinn og efla miðlæga skrifstofu þjóðgarðsins. Vatnajökulsþjóðgarður varð einnig 10 ára þann 7. júlí 2018 og er því enn í mótun en þjóðgarðurinn er einn sá stærsti í Evrópu, spannar um 14% af flatarmáli Íslands og nær yfir Vatnajökul og stór svæði í nágrenni hans.

Ársskýrslan er aðeins gefin út á rafrænu formi enda er Vatnajökulsþjóðgarður þátttakandi í Grænum skrefum í ríkisrekstri.