Beint í efni

Alþjóðadagur landvarða 31. júlí 2019

Alþjóðadagur landvarða er haldinn hátíðlega til að fagna störfum landvarða um allan heim sem leggja sig alla fram við að vernda náttúru- og menningarleg verðmæti.

29. júlí 2019

Alþjóðadagur landvarða er haldinn hátíðlega til að fagna störfum landvarða um allan heim sem leggja sig alla fram við að vernda náttúru- og menningarleg verðmæti. En einnig er dagurinn til að landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. En á hverju ára falla frá landverðir en flestir þeirra eru frá Indlandi, Afríku og Asíu þar sem landverðir eiga m.a. í stríði við veiðiþjóða og skógarhöggsmenn.

Landverðir á Íslandi starfa víðsvegar um landið og hjá Vatnajökulsþjóðgarði eru um 84 landverðir að störfum þetta sumarið. Starfið er að mestu sumarstarf en færst hefur í aukanna heilsársstörf landvarða. Landverðir sjá til þess að náttúruverndarlögum sé framfylgt og þeir veit upplýsingar, viðhalda innviðum, vakta og veita fræðslu um sín svæði og náttúruvernd.

Fræðsludagskrá á alþjóðadegi landvarða 2019

Í tilefni dagsins bjóða landverðir Vatnajökulsþjóðgarðs upp á sérstakar fræðslugöngur og viðburði. Dagskráin er fjölbreytt og býður upp á mörg tækifæri til að fræðast um störf landvarða og framlag þeirra til verndar náttúru- og menningarminja á Íslandi.

Snæfellsstofa

kl. 14:00 – 14:45

Barnastund, hressir krakkar á aldrinum 6-12 ára geta rannsakað náttúruna með landverði og farið í skemmtilega leiki. Hittumst kát í móttöku Snæfellsstofu.

Snæfell

kl 12:30

Í Snæfelli er boðið upp á fræðslugöngu á slóðum Snæfellsþjófanna. Mæting í Snæfellsskála kl 12:30 og mun gangan hefjast kl 13:00. Gengið verður í Þjófadali, sunnan við Snæfell. Áætlað er að gangan taki 4 klukkustundir með stoppum. Að göngu lokinni veður boðið til te-athafnar í skálanum.
Hlökkum til að sjá sem flesta!
Frekari upplýsingar hjá Snæfellsstofu í síma 470-0840 eða hjá landvörðum í Snæfelli 842-4367.

Viðburður á facebook

Skaftafell

kl: 13:30, 16:00 & 19:00

Hörfandi jöklar eða saga Skaftafells, hefst fyrir framan gestastofu.

Fjaðrárgljúfur

kl.12:00

Móberg, mosi og maðurinn, lagt af stað frá efra bílastæði við Fjaðrárgljúfur.

Lakagígar

kl.12:00

Fegurð og hörmungar, áhrif Skaftárelda, lagt af stað frá bílastæði við Laka.

Eldgjá

kl: 12:00

Hvernig stækkar Ísland? Lagt af stað frá bílastæði í Eldgjá.

Nýidalur

kl: 10:00

Saga & víðerni, lagt af stað frá skálum FÍ.

Drekagil

kl. 15:00-17:00

Opið hús hjá landvörðum í Drekagili – spurt og svarað um landvörslu og hvað sem þú vilt vita um svæðið, undir ljúffengu fjallakaffi og pönnsum!

kl: 18:00-19:00

Hálendisjóga kl 18-19: Landverðir bjóða gestum í kyngimagnað hálendisjóga á vikrinum við Drekagil. Hvaðan kom hann og hvernig mátast hann við jógaæfingar?

Askja,

kl: 13:00

Landvörður veitir gestum innsýn í landvörslu á svæðinu, um leið og fjallað er um jarðfræði Öskju og Dyngjufjalla og örlagaríkum heimsóknum manna í Öskju. Gengið er að Víti (2,3 km) og tekur rúma klukkustund. Lagt af stað kl. 13 frá bílastæði í Vikraborgum (20 mínútna akstur frá Drekagili).

Holuhraun

kl. 10:00

Landvörður veitir gestum innsýn í lagningu gönguleiða um nýtt hraun, hvers vegna og hvernig? Holuhraun myndaðist í stærsta hraungosi á Íslandi í 230 ár. Fjallað er um sambýlið við Bárðarbungu, sem nú síðast gat af sér magnaðar jarðmyndanir og úfið hraunflæmi Holuhrauns. Hraunið lúrir sunnan Dyngjufjalla, en tekur enn miklum breytingum síkvikrar náttúru svæðisins, þar á meðal ferðamanna! Gengin er 800 m stikuð leið um hraunið og tekur um 45 mínútur. Lagt af stað kl. 10 frá bílastæði við norðurjaðar hraunsins (40 mínútna akstur frá Drekagili).

Herðubreiðalindir

kl. 9:00

Landvörður fjallar um breytingu svæðis með tilkomu friðlýsingar, en í sumar urðu Herðubreiðarlindir hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Í aldaraðir hafa Herðubreiðarlindir verið griðastaður lífs mitt í svartri hraunbreiðu Ódáðahrauns. Gengið er um lindirnar gróðursælu og rýnt í hið smáa í náttúrunni sem og öflin sem mynduðu hraunið, lindirnar og Herðubreið. Gangan hefst við Þorsteinsskála í Herðubreiðarlindum og tekur um 1 klst.

Krepputunga

Kl. 20:00

Krepputunga var lengi vel með óaðgengilegri svæðum landsins, enda afmörkuð af Vatnajökli sjálfum og tveimur vatnsmiklum jökulám sem frá honum renna. Landslagið mótast af víðáttumiklu hrauni, margslípuðu af flóðum jökulánna, sem hvílir á köflum undir ljósri vikurbreiðu frá Öskjugosinu 1875. Landvörður býður gestum í gönguferð um þetta sérstaka landslag þar sem rýnt verður í sögu og jarðfræði svæðisins. Gangan hefst við veginn 7 km suður frá Kreppubrú og tekur rúman klukkutíma.

Viðburður á facebook

Kverkfjöll

Kl. 10:00

Landvörður gengur með gestum á Virkisfell frá Sigurðarskála (2,1 km) og fræðir þá um jarðfræði svæðisins og hlutverk jökulsins í landmótun. Sérstök áhersla verður lögð á rannsóknir vísindamanna á svæðinu og samstarf landvarða og vísindamanna, m.a. með tilliti til náttúruvöktunar. Gangan hefst klukkan 10 og tekur um einn og hálfan klukkutíma. Boðið verður upp á kaffi í Sigurðarskála að lokinni göngu.

Viðburður á facebook

Hvannalindir

Kl. 13:00

Gengið er með landverði frá bílastæðinu við Lindahraun að Kreppuþröng, þar sem jökulsáin Kreppa treður sér um örmjótt gil. Landvörður fræðir gesti um náttúru svæðisins og segir um leið frá störfum landvarða á svæðinu, með sérstakri áherslu á fræðsluhlutverkið og upplýsingagjöf. Gangan tekur tvær klukkustundir.
Hafið samband við landvörð í Hvannalindum fyrir frekari upplýsingar í síma 8424368.

Viðburður á facebook

Ásbyrgi

kl. 11:00 – 11.45

Barnastund, hressir krakkar á aldrinum 6-12 ára geta rannsakað náttúruna með landverði og farið í skemmtilega leiki. Hittumst kát við stóra snyrtihúsið á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi.

kl. 20:00

Kvöldrölt með landverði, lagt er af stað frá stóra snyrtihúsinu á tjaldsvæðinu.