Beint í efni

Alþjóðadagur landvarða

Alþjóðadagur landvarða er haldinn hátíðlega til að fagna störfum landvarða um allan heim sem leggja sig alla fram við að vernda náttúru- og menningarleg verðmæti. En einnig er dagurinn til að landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. En á hverju ára falla frá landverðir en flestir þeirra eru frá Indlandi, Afríku og Asíu þar sem landverðir eiga m.a. í stríði við veiðiþjóða og skógarhöggsmenn.

31. júlí 2022
Landverðir í Skaftafelli (mynd: Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir)
Landverðir í Skaftafelli (mynd: Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir)

Landverðir á Íslandi starfa víðsvegar um landið og hjá Vatnajökulsþjóðgarði eru um 80 landverðir að störfum þetta sumarið. Starfið er að mestu sumarstarf en færst hefur í aukanna heilsársstörf landvarða. Landverðir sjá til þess að náttúruverndarlögum sé framfylgt og þeir veit upplýsingar, viðhalda innviðum, vakta og veita fræðslu um sín svæði og náttúruvernd.

Í tilefni dagsins bjóða landverðir Vatnajökulsþjóðgarðs ýmist upp á sérstakar fræðslugöngur eða spjall við gesti um störf landvarða í garðinum.

Askja

Landverðir bjóða upp á: Kaffi og spjall í landvarðahúsinu í Drekagili kl. 15-17, fræðslugöngu upp á strýtu við Drekagil kl. 18 (30 mín). Rýnt í fjallahringinn og jarðfræðina.

Skaftafell

11:00 - Barnastund: Leikir og náttúruskoðun með landverði fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Lengd: 45 mín - 1 klst. Hvar: Skaftafellsstofa

11:00 - Alþjóðdagur landvarða

13:30 - Hörfandi jöklar Gengið að Skaftafellsjökli með landverði. Hvar: Skaftafellsstofa. Lengd: 1-1,5 klst

14:00 Landvarðaleikar

16:00 - Sambúð manns og náttúru. Gengið að Seli með landverði Hvar: Skaftafellsstofa. Lengd: 1,5-2 klst

21:00 - Brenna og söngur

Snæfell

Gengið verður frá Snæfellsskála um byggðir útilegumanna í Þjófadölum undir Snæfelli þar sem talið er að útilegumenn hafi látið fyrirberast. Þá verður haldið að mynni dalsins ofan Þóriseyja þaðan sem gott útsýni er yfir Eyjabakka og jökulinn.
Mæting við Snæfellsskála kl. 10.00. Þess má geta að það tekur um eina og hálfa klst. að keyra frá Egilsstöðum í Snæfell. Gangan tekur um fimm klst.

Skaftárstofa - Kirkjubæjarklaustri

Málað í hrauninu: Gengið og málað í Landbrotshólum

Nánar um daginn hér:

Why World Ranger Day (thingreenline.org.au)

World Ranger Events - IRF | International Ranger Federation (internationalrangers.org)