Beint í efni

Akstursskemmdir í Vonarskarði

Seinni hluta ágústmánaðar hafa einhverjir ekið í Vonarskarði. Skarðið er hluti Vatnajökulsþjóðgarðs, fágæt náttúruperla sem liggur milli Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls og er, samkvæmt Stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins, vettvangur göngufólks.

6. september 2021
Eyðilegging á ósnortnu svæði í Vonarskarði.

“Umferð vélknúinna ökutækja í gegnum Vonarskarð er óheimil milli Svarthöfða og Gjóstuklifs nema á frosinni og snæviþakinni jörð í samræmi við almenna skilmála um vetrarakstur” (S&V útg. 2013). Bílarnir sem um ræðir hafa ekið að hluta til eftir gömlu slóðinni sem lá í gegnum skarðið en einnig ekið eftir göngustígum, um lækjarsytrur og á mjúkum melum. Við Gjóstuklif eru ummerki um að viðkomandi hafi ráðið illa við að komast þar upp en tekist að lokum.

Búið er að tilkynna atvikið til lögreglu.

Meðfylgjandi myndir sýna hluta verksummerkja:

För í mjúkum mel.

Reynt að komast upp Gjóstuklifið.