Beint í efni

Afleiðinga Skaftárhlaups gætir víða

Skaftárhlaup hófst föstudaginn 3. ágúst og er nú lokið skv. upplýsingum frá Veðurstofu. Hinsvegar eru afleiðingar þess enn vel sýnilegar á bökkum Skaftár, m.a. við Hólaskjól, á Skælingum og við Sveinstind

13. ágúst 2018

Skaftárhlaup hófst föstudaginn 3. ágúst og er nú lokið skv. upplýsingum frá Veðurstofu. Hinsvegar eru afleiðingar þess enn vel sýnilegar á bökkum Skaftár, m.a. við Hólaskjól, á Skælingum og við Sveinstind. Það flæddi yfir veginn á nokkrum stöðum við Hólaskjól og eru vatnsskemmdir á honum eftir það. Hann er þó vel fær jeppum og jepplingum en gæta skal varúðar þar sem runnið hefur úr honum.

Hlaupið lónaði yfir veginn við skálana í Stóragili á Skælingum og við Sveinstind og eftir situr mikill leirkenndur framburður. Búið er að keyra í gegn um leirinn á báðum stöðum en hann er mjög blautur og því talsverð hætta á að bílar geti setið fastir. Eins bárust fregnir, frá gönguhóp, af því að erfitt sé að finna vað yfir Hvanngilsána á gönguleiðinni milli Sveinstindsskála og Skælinga þar sem þar hefur lónað upp töluvert vatn og mikill framburður og bleyta situr eftir á hefðbundnu gönguleiðinni.