Beint í efni

50 ára afmæli þjóðgarðs í Skaftafelli - Afmælishátíð laugardaginn 24. nóvember

Laugardaginn 24. nóvember kl. 13-15 verður dagskrá í Skaftafelli til að fagna 50 ára afmæli þjóðgarðs en reglugerð um stofnun þjóðgarðs í Skaftafelli tók gildi árið 1968.

20. nóvember 2018

Laugardaginn 24. nóvember kl. 13-15 verður dagskrá í Skaftafelli til að fagna 50 ára afmæli þjóðgarðs en reglugerð um stofnun þjóðgarðs í Skaftafelli tók gildi árið 1968.

Í tilefni dagins koma góðir gestir í heimsókn og á mælendaskrá eru:

  • Helga Árnadóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði.
  • Anna María Ragnarsdóttir, sem ólst upp í Skaftafelli, dóttir Ragnars Stefánssonar og Laufeyjar Lárusdóttur sem ásamt Jóni Stefánssyni seldu ríkinu Hæðir og Sel í Skaftafelli til að hægt væri að stofna þar þjóðgarð.
  • Guðlaugur Heiðar Jakobsson, sem mælir fyrir hönd systkinanna sem ólust upp í Bölta í Skaftafelli.
  • Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands og Helgi Björnsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands segja frá þekkingu sinni og rannsóknum í Skaftafelli og nágrenni.
  • Sara Hrund Signýjardóttir og Urður Ýrr Brynjólfsdóttir, landverðir segja frá fjölbreyttum störfum og áskorunum landvarða í Skaftafelli.

Um tónlistaratriði sjá Jón Bjarnason á harmonikku og Sara Hrund Signýjardóttir á gítar. Boðið verður upp á kaffi og veitingar.

Til þess að auðvelda skipulagið værum við þakklát fyrir það að þeir sem hafa hug á að mæta og fagna þessum tímamótum með okkur tilkynni þátttöku sína með því að senda póst á netfangið [email protected]. Í afmælisveislunni geta gestir skráð bílnúmerin til að hægt sé að fella niður þjónustugjald fyrir ökutækin.

Með vinsemd, fyrir hönd starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs á suðursvæði

Helga Árnadóttir, þjóðgarðsvörður