Beint í efni

230 milljónir í innviði Vatnajökulsþjóðgarðs úr Landsáætlun

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, tilkynnti þann 23. mars síðastliðinn um úthlutun fjármuna til uppbyggingar innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum. Gert er ráð fyrir um 2,8 milljarða króna framlagi til næstu þriggja ára og þar af 230 milljónir í innviði Vatnajökulsþjóðgarðs.

12. apríl 2022

Uppbygging og viðhald innviða er mikilvægt verkefni til að tryggja náttúruvernd, aðgengi og afþreyingarmöguleika ferðamanna og ferðaþjónustu um landið. Innviðir geta verið allt frá göngustígum, útsýnispöllum, bílastæðum og salernum. er nauðsynleg til að svæði geti tekið á móti gestum en á sama tíma verndað á sjálfbæran hátt náttúru- og menningarminjar.

Magnús Guðmundsson, framkvæmdarstjóri þjóðgarðsins, var einnig með kynningu á verkefnum sem eru styrkt af Landsáætlun með áherslu á Norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Mikil innviðauppbygging er á svæðinu og gengið hefur vel að fá verktaka frá landshlutanum í verkefnin sem er þjóðgarðinum mjög mikilvægt.

Kynningu Magnúsar má nálgast hér og hún hefst á mínútu 14:26:

Landsáætlun 2022-2024 og Vatnajökulsþjóðgarður

Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum er stefnumarkandi áætlun sem Alþingi samþykkti árið 2018. Með landsáætlun er aukin áhersla á langtímaætlun þar sem verkefnaáætlanir eru gerðar til þriggja ára og uppfærðar á hverju ári. Þetta er mikið heilla skref en mörg verkefnanna spanna meira en eitt ár í framkvæmdum. Einnig er aukin áhersla á miðlun og merkingar.

Yfirlitsmynd af göngupöllum við Dettifoss. Eigandi teikningar er Teiknistofa Norðurlands.

Styrkt verkefni innan Vatnajökulsþjóðgarðs 2022-2023

Hér má sjá styrkt verkefni innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir tímabilið 2022-2023

„Það er mikilvægt er að hlúa vel að náttúru og minjastöðum okkar, sem svo margir njóta að heimsækja. Áætlunin gefur fyrirsjáanleika og fjármagn til lengri tíma, en einnig svigrúm til að bregðast hratt og örugglega við óvæntu álagi vegna ferðamanna, eins og við höfum gert. Nú þegar við gefum verkefnaáætlunina út í fimmta sinn höldum við áfram vandaðri innviðauppbyggingu, sem ég veit að mun vernda viðkvæma náttúru og styðja við góða upplifun fólks á ferð sinni um landið.“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Ný verkefnaáætlun sem ráðherra kynnti í mars nær til áranna 2022-2024. Hér fyrir neðan er tekin saman sá hluti af verkefnum sem eru innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Einnig má nefna fleiri verkefni sem eru í vinnslu t.d. uppbygging á gestastofum á Kirkjubæjarklaustri og við Mývatn.

Ný verkefnaáætlun sem ráðherra kynnti í mars nær til áranna 2022-2024. Hér fyrir neðan er tekin saman sá hluti af verkefnum sem eru innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Einnig má nefna fleiri verkefni sem eru í vinnslu t.d. uppbygging á gestastofum á Kirkjubæjarklaustri og við Mývatn.